Frábært bíó – Fín mynd

1 Ágú

2014-07-31 19.55.27
Ísafjarðarbíó hefur löngum verið mikið menningarhús og sýnir nú nýjustu smellina í hverri viku. Það gladdi mig sérstaklega að sjá auglýsingu frá Harðfiskverkun Finnboga á meðan ég beið í myrkrinu, enda er Finnbogi með langbesta harðfiskinn á landinu.

Meet-The-Guardians-of-the-Galaxy
Ég hélt að Guardians Of The Galaxy væri þessi hefðbundna ofurhetjuþynnka og að ég ætti góðan svefn framundan með 3D gleraugun á nefinu. Svo var þó ekki, þetta er svo skemmtileg mynd að ég var glaðvakandi allan tímann. Í aðalhlutverki er Chris Pratt, sem er þekktastur fyrir að leika hinn vitlausa Andy Dwyer í Parks & Recreation þáttunum. Hann hefur massað sig upp en heldur í galkopatöfrana. Með honum í æsibaráttu um himingeiminn er græn kona sem er ekki öll þar sem hún er séð, níhílískur þvottabjörn, tattúverað vöðvatröll sem tekur allt bókstaflega og trémaður sem segir ekkert annað en „I am Groot“ (Vin Diesel í sínu besta hlutverki). Mjög skemmtileg mynd sem ég mæli óhikað með.

Annars er það helst að frétta af Vestfjörðum að Rúnar Rúnarsson er hér að leikstýra fyrstu myndinni eftir að hann gerði verðlaunastykkið Eldfjall. Myndin heitir Þrestir og ku byggja á verðlaunastuttmynd Rúnars Smáfuglar. Ingvar E. Sigurðsson leikur miðaldra fyllibyttu en annars eru unglingar víst helsti fókuspunktur myndarinnar. Kvikmyndatökuliðið má nú sjá víðsvegar en í gær þurfti að fresta tökum á Flateyri vegna skorts á þoku. Var þetta fúlt fyrir marga heimamenn sem voru mættir til að leika gesti í partíi og sérstaklega fyrir suma sem höfðu sækað sig upp í að vera allsberir í vatnsfylltu fiskikari. Nú er verið að senda eftir þokuvél að sunnan því það verður svona gott þokalaust veður áfram.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: