Besti harðfiskur landsins

4 Ágú

2014-08-04 10.27.49
Harðfiskur er bæði æðislegur og rándýr og því um að gera að vanda valið. Eftir áralanga gæðakönnun hef ég komist að þeirri niðurstöðu að harðfiskurinn frá Finnboga á Ísafirði sé besti harðfiskur landsins – hreinasta dýrð. Hann selur steinbít og ýsu á nokkrum stöðum í Rvk, t.d. Deplu í Kolaportinu og í fiskbúðinni Sundlaugavegi. Best er þó að mæta í verksmiðjuna sjálfa á Ísafjarðarbryggju. Þar er kílóið selt á 6.500 kr, sem er sparnaður.

Aldrei hef ég smakkað annan harðfisk en steinbít og ýsu. Ætli sé ekki hægt að gera harðfisk úr öðrum tegundum, eða er kannski ekkert varið í rauðmaga-harðfisk, karfa-harðfisk eða skötusels-harðfisk? Eða hreinlega þurrkaðan humar?

2014-01-04 12.09.10
Í flokki bitafisks er Sporður hf. á Eskifirði með langbesta stöffið. Ýsan er góð en steinbíturinn algjörlega geðsturlaður. Því miður er frekar erfitt að nálgast þessar vörur, sérstaklega er mjög sjaldan að maður finni hinn sturlaða steinbít. Helst hef ég fundið þetta í N1-búðum. Þess má geta að Sporður fann upp bitafiskinn, svo það er kannski ekkert skrýtið að hann sé bestur. Sumt af öðrum bitafisk sem er í boði er svo mikið drasl að maður heldur helst að gleymst hafi að merkja pokann „Fyrir gæludýr“.

6 svör to “Besti harðfiskur landsins”

 1. Óskar P. Einarsson ágúst 4, 2014 kl. 11:35 f.h. #

  Eitt sinn var til harð-þorskur í Kolaportinu, sem smakkaðist ókei. Smávaxin rauðspretta (kölluð „lúra“) var hengd til þerris í netaskúrum á Hornafirði, tálguð beint af skepnunni (mediterranean-style) og etin á staðnum.

  • Ingimar ágúst 5, 2014 kl. 12:11 f.h. #

   Mjer thykir Hard thorskur reyndar mun betri en hert ysan, sem er audvitad I samraemi vid thad ad mjer finnst thorskur mun betri en ysa yfir hofud. Mikid langar mig a smakka herta raudsprettu.

 2. Ásthildur Cesil Þórðardóttir ágúst 4, 2014 kl. 4:14 e.h. #

  Þegar ég var ung var til ryklingur, þ.e. lúða sems var crem de la crem af harðfiski, en lúðan er orðin svo dýr að kílóið af henni myndi sennilega kosta 20.000 kall, ég held samt að ég myndi kaupa eitt kíló bara til að upplifa þennan einstaka harðfisk. Sammála þér með harðfiskinn hans Finnboga og sona, hann er einstakur og einnig bara að koma til þeirra í skúrina og jafnvel fá að smakka.

 3. annatheodora ágúst 4, 2014 kl. 5:16 e.h. #

  Hert lúða var alltaf miklu dýrari en annar harðfiskur. Nú er þetta gómsæti algjörlega ófáanlegt (er ekki algjört bann við lúðuveiðum?). Verslunin Svalbarði við Framnesveg var reyndar eini staðurinn í Reykjavík sem var hægt að fá lúðurikling og það eru ansi mörg ár síðan það var. Hertur þorskur finnst mér miklu betri en hert ýsa. Steinbítur er það feitur fiskur að það er yfirleitt þráabragð af honum, ekki spennandi. En kannski er það bara léleg verkun?

  • drgunni ágúst 4, 2014 kl. 6:28 e.h. #

   Ekkert þráabragð af steinbítinum hans Finnboga!

 4. Gústi ágúst 5, 2014 kl. 4:31 e.h. #

  Ég prufaði að herða flestar gerðir fisks þegar ég var á sjónum í denn. Keila og Hlýri komu best út að mínu mati.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: