Bolvískar krásir

5 Ágú

2014-08-04 19.03.08
Í Bolungarvík eru ekki bara óðir menn sem tæta niður gömul hús sem fara í taugarnar á þeim. (Nú er verið að laga skemmdirnar). Þar er besta sundlaug Vestfjarða með hið undursamlega sauna-bað og akkúrat mátulega stilltan pott. Þar er líka veitingastaðurinn Einarshús þar sem ég fékk „bolvískt skyr með bláberjum“, eitthvað magnaðasta skyr sem ég hef fengið. Svo uppveðraður var ég af skyrinu að ég fór beint í Bjarnabúð til að kaupa vörurnar frá mjólkurframleiðslufyrirtækinu Örnu, sem er einmitt staðsett beint á móti. Bjarnabúð er með elstu búðum landsins, stofnuð 1925 og því a.m.k. sex árum yngri en Verslun H. Júlíussonar á Sauðárkróki, sem var stofnuð 1919.

Rjóminn og óhrærða skyrið frá Örnu eru hreinlega til að láta lífið fyrir. Rjóminn sætur og mátulega feitur, skyrið „flöffí“ og sætt svo það þarf ekki að sæta það svo mjög. Alveg dúndurgott stöff sem fer kannski framhjá neytendum því þessar vörur eru eiginlega kynntar til leiks eins og apótekaravörur. Óspennandi umbúðirnar minna á pillupakka og hin mikla áhersla á „laktósafrítt“ tekur athyglina af því hversu bragðgott þetta stöff er. Ég hélt hreinlega að þetta væru aðallega vörur fyrir einhverja mjólkuróþols-sjúklinga.

Almennt eru ekki komin bláber ennþá, þótt finna megi hlussur sé vel leitað. Í staðinn fengum við okkur jarðarber með skyrinu og engin venjuleg jarðarber heldur bestu jarðarber sem ég hef smakkað. Þau rækta ungur hugsjónamaður í gróðurhúsi í Bolungarvík, Róbert Gunnarsson, og annar ekki eftirspurn. Þetta eru sjúklega organísk ber og beint af plöntunni svo ferskara verður það varla. Alltaf gaman af mönnum sem hugsa út fyrir (fiski)kassann.

2 svör to “Bolvískar krásir”

  1. Eygló ágúst 5, 2014 kl. 4:21 e.h. #

    Vildi að fleiri væru jafnskemmtilegir og þú;-)

Trackbacks/Pingbacks

  1. Öndergránd mjólk | DR. GUNNI - september 25, 2014

    […] hef reyndar verið að temja mér öndergránd innkaup á mjólkurvörum. Ég hef áður minnst á ÖRNU á Bolungarvík. Eðalstöff sem kemur þaðan, ekki láta þetta […]

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: