Í Vigur / Lifi geitin!

6 Ágú

2014-08-05 14.42.14
Til Vigur kemst maður í skipulagðri ferð með Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar (8.900 kr / 4.450 kr, fyrir börn). Við Elísabet vorum einu Íslendingarnir. Gríðarlegt kríuger er á eyjunni, en ungarnir komnir á legg svo þessi frekasti fugl í heimi var þokkalega til friðs. Gestir fengu þó sérstakt prik með flaggi á endanum til að verjast frekjunum.

Gaman var að koma í eyjuna en ekkert svo gaman að tölta í hóp. Maður er vanur að gera það sem manni sýnist í íslenskri náttúru. Stórgóðar veitingar voru í boði að ferð lokinni og bakkelsið ekki skorið við nögl. Lundar voru þarna fjölmennir og tóku túristarnir trylling þegar þeir komust í návígi við þennan spaugilega fugl. Þessi kona kom prikinu fyrir á góðum stað á meðan hún myndaði lunda og vakti niðurbælda kátínu meðal hinna túristanna.

2014-08-05 14.49.53
Svo birtust nokkrar rollur og þá tóku túristarnir annan trylling með myndavélunum sem okkur Elísabetu fannst nú bara fyndið. Einnig mátti sjá teistu lenda í rabbabaragarði, æðarunga og dún, túristasjoppu sem mokaði út made in China dóti og fleira skemmtilegt. Ég mæli með Vigurferð.

Íslenska geitin á undir högg að sækja. Söfnun stendur nú yfir á Indiegogo til að bjarga rekstri geitabúsins á Háafelli. Allir að vera með og bjarga geitinni takk!

Hér á Ísafirði verður útifundur vegna blóðbaðsins á Gaza kl. 17 í dag. Á Vestfjörðum er allt að gerast því einleikjahátíðin Act Alone hefst á Suðureyri í dag. Þar er margt spennandi í boði, m.a. ætlar Egill Ólafsson að vera með gigg/söguyfirlit á föstudagskvöldið.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: