Bleikir strætisstrákar

14 Ágú

medminumeyrum
Góðan daginn tónlistarnörds! Gæðadrullan heldur áfram að leka um rifur íslenska tónlistarsumarsins. Um þessar mundir er Lady Boy Records helsta uppspretta öndergrándsins. Þar gefa menn út stafrænt + kassettur og cds. Nýjasta útgáfan er með hljómsveitinni Pink Street Boys, Trash From The Boys, sem er bæði drulluskemmtileg og hressandi. Nett delarokk í drullugum galla með ljúfara pípi innan um. Ein af plötum ársins, sennilega. Ég veit ekkert um þessa hljómsveit, Pink Street Boys, en ekki vildi maður mæta þessu gengi í dimmu húsasundi:
pinkstreetboys 
Popppönksveitin Morðingjarnir hyggja sennilega á nýja plötu. Þeir hafa bætt við sig manni og sett nýtt lag út í kosmósið, iðnaðarmannarokkslagarann Get ekki gleymt.

Svo er það tónlistarkonan Jara sem hefur leikstýrt myndbandi við lagið Animal, en það var á plötu hennar Pale Blue Dot sem kom út í fyrra. 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: