Dagur í „útlöndum“

17 Ágú

Borgin, landið, iðaði beinlínis af lífi í gær. Hefði ég viljað bíða í röð eftir ókeypis mat hefði ég farið á beikon eða ísdaga. Í staðinn varða matarmarkaður í Fógetagarðinum, flott og gott framtak sem kynnir mann fyrir nýjum og spennandi matsölustöðum. Gúffaði í mig einhverjum risotto-bollum frá Uno og drullugóðri svína-taco frá Bunk bar.
2014-08-16 13.21.01

Á Snarfarahöfn var Laugarneshverfið með útimarkað. Fólk að selja úr kompum og skúrum. Mjög gaman að labba þarna um en ég keypti þó bara 2 bækur, þ.á.m. Yeah Yeah Yeah eftir Bob Stanley sem ég ætlaði alltaf að fá mér. 500 kjall. Því miður var ekki annað í boði á 78sn en eitthvað lingophonedæmi.
2014-08-16 15.34.12

Í Hafnarfirði var götustemming. Helsti ásinn var nammibás með yfirfljótandi gúmmilaði, bakalav og svona sykursætu N-afríku stöffi. Ekki var það gefið (6000 kall kílóið – ætli þetta sé ekki svona 2000 kall kg á flestum mörkuðum í Evrópu (Ísland best í heimi!)) en gott varða.
2014-08-16 16.13.06

Um kvöldið skelltum við okkur á frönsku myndina Lási litili fer í Sumarfrí sem er frábær. Svokallaður gæðadagur hér á ferð og manni leið stundum eins og maður væri í útlöndum, fyrir utan veður og verð náttúrlega, en það þýðir ekkert að væla yfir því.

3 svör to “Dagur í „útlöndum“”

 1. Óskar P. Einarsson ágúst 17, 2014 kl. 8:27 f.h. #

  Svolítið fyndið að keyra tæpa 100 km eftir „ókeypis“ ís, en við létum að sjálfsögðu glepjast..

  • drgunni ágúst 17, 2014 kl. 10:11 f.h. #

   Ég hefði alveg nennt því bara fyrir „búbís“ – Smakkaðir þú hann?

 2. Óskar P. Einarsson ágúst 17, 2014 kl. 10:52 e.h. #

  Neibb, við komum ekki fyrr en rétt um kl. 4 þegar flest var búið. Ópalísinn var reyndar interessant…hef reyndar ekkert gríðarlegan húmor fyrir því að keyra til Hveragerðis í hávaðaroki fyrir einhvern ís.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: