Ég fíla þara

26 Ágú

2014-08-19 17.29.36
Nú er svo komið að ég á þrjár tegundir af þara í skápunum, enda er fíla ég þara í botn. Þari er ekki bara góður heldur er hann hollur líka og frekar kaloríusnauður. Kirkland roasted seaweed kostar 199 kr í Kosti og er fínn, fremur hlutlaus á bragðið en þó með fínu fjörubragði. Asian Megamarket í Faxafeni er orðin helvíti fín búð, full af stöffi. Þar fann ég tvær tegundir af þara, eina með chili (ekki alveg að gera sig) og svo „Extra sheet“ sem er stærsta þynnan, og svaka fín á bragðið. Þessu til viðbótar á ég íslensk söl í poka. Alveg frábærar hægðir sem maður fær af því, en lyktin er frekar, ö, sérstök.

Mér lýst ágætlega á Nútímann, nýjan vefmiðil sem söngvari Haltrar hóru hefur sett í loftið. Það vantar alveg einhvern afgerandi stað á internetið þar sem maður fær það ferskasta og hressasta á einum stað. Þetta gæti orðið það.

Eitt svar to “Ég fíla þara”

  1. spritti ágúst 29, 2014 kl. 5:04 f.h. #

    Ég þarf að bragga á þessu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: