Píkur og typpi og rassgöt

31 Ágú

Allir eru með rassgat og píku eða typpi. Þú átt tilveru þína því að þakka að typpi rann inn í píku endur fyrir löngu. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Svæðið í kringum miðju mannsins er þó í flestum samfélögunum mikið tabú sem má helst ekki tala um og hvað þá sýna á almannafæri. Og náttúrlega ekki fermingabörnum á Selfossi því þau gætu sturlast og orðið glæpamenn og aumingjar við að sjá svona eðlilegan hlut. Þetta hefur aumingja Ninna Sif prestur á Selfossi komist að því sóknarbörnin hafa kært hana fyrir það sem þau segja sambærilegt við það að bera sig á almannafæri. Vesalings forpokaða fólkið á Selfossi.

Nei, Ninna var ekki með allt úti fyrir Jesúm, heldur bauð hún Siggu Dögg kynfræðingi að mæta til að fræða börnin um kynlíf og nánd. Sigga mætti auðvitað með ljósmyndir sem hún hefur verið að taka af íslenskum píkum og typpum. Sigga ætlar að gefa út bókina Kynfæri Íslendinga í september en hefur birt sýnishorn á heimasíðu sinni. Þetta eru kynfæri af bókstaflega öllum stærðum og gerðum. Gott mál.

Nú vaða uppi hreinræktaðir fávitar í öfgaviðurstyggðarhópnum ISIS. Ég hef svo sem ekkert fyrir mér í þessu annað en vestræna fjölmiðla og kannski er þetta allt saman einhver áróður frá Pentagon til að magna upp ástæðu fyrir næsta stríði. Ég segi nú engan veginn að ISIS sé „næsti bær við forpokaða fólkið á Selfossi“ en þeir eru a.m.k. pikkfastir í viðbjóðslegri kreddu sem þeir réttlæta með eigin túlkun á eldgamalli bók. Ég veit ekkert um þennan Múhammed sem ISIS eru svona hrifnir af eða hvort Jesús hafi verið til. Hann var örugglega ekki „sonur Guðs“ enda enginn Guð til (svo ég viti). Hippaspekin í Jesús var fín, en hvergi hefur maður rekist á trúarsöfnuð sem tekur hans speki til sín þótt allir noti hann sem afsökun fyrir forpokun, fésöfnun og eitthvað þaðan af verra. 

Sumir kvarta yfir því að ISIS sé ekki mótmælt nógu mikið af góðum múslimum. Nú hefur Aliaa Magda Elmahdy, femínisti frá Egyptalandi, tekið af skarið og gefið (bókstaflega) skít í viðbjóðsöfgana í ISIS í afar sterkum gjörningi. Ætli konugreyið þurfi ekki að fara huldu höfði það sem eftir er. Aliaa hefur áður verið með sterk verk eins og lesa má um á wikipedia og á heimasíðu hennar. 

 

9 svör to “Píkur og typpi og rassgöt”

 1. Balzac ágúst 31, 2014 kl. 11:02 f.h. #

  Sumt á ekki heima í kirkju, annað er óþarfi að hafa í eldhúsinu. Við þurfum ekki flotbúninga í svifflugfélaginu. Konan mín þarf ekki að hlusta á mig syngja sálma á meðan ég tek hana í bak og fyrir. Sumt má vera í friði fyrir sumu. Ég er bæði með typpi og rassgat. Hvort á sínum stað.

 2. drgunni ágúst 31, 2014 kl. 12:26 e.h. #

  Það er nú bara þín persónulega skoðun. Kirkja er bara hús. Betra að fermingakrakkar fái almennilega kynfræðslu heldur en eitthvað hallærislegt pukur hjá forpokuðum foreldrum og restin hardcore klám á netinu. Jesús hefði ábyggilega bara verið hress með þetta.

  • Bjarni ágúst 31, 2014 kl. 1:03 e.h. #

   Af hverju að vera með kynfræðslu i fermingarundirbúningi?

   Á ekki þá alveg eins að vera með kynfræðslu í stærðfræðikennslu eða dönskutímum?

   Þess utan er ég sannfærður um að krakkar á þessum aldri eru búnir að sjá meira en þörf krefur af kynfæramyndum.

   • drgunni ágúst 31, 2014 kl. 2:56 e.h. #

    Fermingarfræðslan er greinilega orðið annað og meira en eitthvað Jesú-rugl, s.s. „undirbuningur fyrir lífið“.

   • Kristján Gaukur Kristjánsson ágúst 31, 2014 kl. 10:36 e.h. #

    Er fermingarfræðsla ekki í tilefni að því að börnin eru að verða fullorðin, og verið er að taka þau í fullorðinna manna tölu?
    Er ekki kynlíf eitthvað sem fullorðnir þurfa að þekkja, og fá rétta fræðslu um?
    Eða snýst fermingin bara um gjafirnar og „hyggeligheder“?

 3. Balzac ágúst 31, 2014 kl. 1:17 e.h. #

  Og Gleðigangan er bara skrúðganga. Samt telja hommarnir að kommarnir eigi ekki fara í þá göngu með myndir af Stalín og öreigar allra landa lúðrablástur. En það er nú bara þeirra persónulega skoðun.

  • drgunni ágúst 31, 2014 kl. 2:56 e.h. #

   Þarna datt ég alveg út.

   • Balzac ágúst 31, 2014 kl. 4:08 e.h. #

    Kirkjan er bara hús, sagðir þú. Fín fyrir typpa- og píkusýningar.

    Og Gleðigangan er bara skrúðganga, sagði ég. Fín fyrir Stalín og Nallann?

    Þar með ertu dottinn út.

    Meiningin er að maður breytir ekki hvaða vettvang sem er í hvaða
    vettvang sem er.

    Komdu nú inn aftur.

   • drgunni ágúst 31, 2014 kl. 5:11 e.h. #

    Mín vegna mættu menn ganga með myndir af Stalin á Gay Pride. En ég skil hvað þú ert að fara. Veit annars ekkert hvernig fermingarfræðsla fer fram í dag, en ætli sérann á Selfossi hafi ekki viljað bæta smá kynfræðslu við biblíu-lesturinn. Það hefði nú orðið upplit á manni að fá svona sjó 1978, en þá voru vissulega „aðrir tímar“…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: