Helgi Björns stelur senunni

4 Sep

 

2014-09-03 22.01.08
Aðstandendum fagnað á frumsýningu París norðursins í gær. Og ástæða til því þetta er frábær mynd. Sögusviðið (eða ætti ég að segja „sviðsmyndin“ eins og hver annar jarðfræðingur og almannavarnarmeistari í dag) er Flateyri og rammast sagan þar innan í fjallsgarðinum. Björn Thors er álkulegur 37 ára gaur að leita að tilgangi, hittir Sigurð Skúlason og Jón Pál Eyjólfsson á AA-fundum, er hættur að deita Nönnu Kristínu Magnúsdóttur og getur einna helst fengið útrás með því að tala við 10 ára son hennar, Haka Lorenzen. (Ath: Nöfn leikarana eru hér notuð ekki nöfn persóna verksins.)

Inn í þetta dettur Helgi Björnsson pabbi Björns, nýkominn frá Tailandi. Fyrst ber að nefna að leikur er hreint stórfínn hjá öllum hlutaðeigandi, ekkert tilgerðarlegt rugl í gangi heldur all svakalega eðlilegt fólk hér á ferð. Helgi Björns stelur senunni enda í sínu stærsta bíóhlutverki til þessa. Ahhh… nú fatta ég afhverju það fylgdi teygja með boðsmiðanum!

Þetta er ekki beint ha ha fyndin mynd heldur lúmsk fyndin og maður er síkumrandi inn í sig. Hún er djúp í einfaldleika sínum. Vestfirðir eru glæsileg „sviðsmynd“ og tónlist Prins Póló er meganæs. Frábær mynd og ég hvet alla til að fjölmenna!

Eitt svar to “Helgi Björns stelur senunni”

Trackbacks/Pingbacks

  1. “París norðursins” á blússandi siglingu | Klapptré - september 16, 2014

    […] „Helgi Björns stelur senunni” – Dr. Gunni […]

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: