Þegar Ísland tætist í sundur

13 Sep

Ég er líklega fréttafíkill. Kannski eins og flestir landsmenn. Ég þarf alltaf að ná fréttunum á Rás 1 eða 2 (sem er það sama). Ég stilli matmálstímann saman við 12:20 og svo slafra ég í mig á meðan ég hlusta á fréttir af einhverju hrauni sem er að renna, en gæti orðið agalegar hamfarir, eitthvað röfl úr Alþingi, einhvern djöfulgang í mið-austurlöndum (agalegir þessir IS fávitar – mikið væri nú betra ef það væri ekki svona mikið af fávitum í heiminum), o.s.frv.

Líklega er ég alltaf að bíða eftir því að eitthvað rosalegt gerist. Eitthvað svona ég man hvar ég var þegar ég heyrði þetta dæmi. Eins og 9/11 (Vesturbær), Breivik fábjani (Ísafjörður), dauði Georgs Harrison (NYC), dauði Michaels Jackson (Akureyri).

Maður bíður t.d núna með gaseldavél í hálsinum eftir að eitthvað svakalegt gerist þarna í eldgosinu. Að landið hreinlega rifni í sundur í geðveikum hamförum, Vatnajökull bráðni í heilu lagi og við verðum öll flutt á herflugvélum til góssenlandsins Noregs. Þetta verður svona Heimaey 2 – the revenge. Nöldrandi Íslendingar í einhverjum viðlagasjóðshúsum í Haugasundi. Jón Jónsson og Álftagerðisbræður skella í væmið lag um að „snúa til gamla landsins“. Eftir gosið snúum við þangað í rústirnar, nema mikill fjöldi sem verður eftir í alsælunni, mokum vikri og byggjum upp og kjósum svo einhverja nastí leiðindapúka yfir okkur aftur af því okkur er ekki viðbjargandi. Ég er að sjá þetta fyrir mér.

Á morgnanna skrolla ég yfir Fréttablaðið og Moggann. Það tekur ekki langan tíma því það er yfirleitt ekkert þarna sem ég nenni að lesa. Nema auðvitað að það sé eitthvað um mig. Ég er alveg jafn sjálfhverfur og Jóhannes grínari sem byrjaði allar samræður þar sem hann kom á „er eitthvað að frétta af mér“. Ég hef ekki fengið að segja hvað ég fæ mér í morgunmat mánuðum saman – er ég holdsveikur hérna eða hvað!?

Kjarninn er langbesta stöffið. Alvöru naglar þar innanborðs, Þórður og Magnús og fleiri hugsjónalúðar. Samt nenni ég sjaldan að lesa stöff um einhver leiðindi. Einn harðsvíraðasti og skemmtilegasti pistill sem ég hef lesið lengi er Sjálfdautt mannorð eftir Hrafn Jónsson. Svokallað megadúndur þar á ferð. Lestu það.

Eitt svar to “Þegar Ísland tætist í sundur”

  1. spritti september 13, 2014 kl. 11:09 e.h. #

    Ég rota flugmanninn í þyrlunni sem flytur mig og mína af landinu til Noregs og sný henni beint til USA.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: