Margfætlur og stelpur í sturtu

14 Sep

Flóamarkaður Saga Film - ýmsir munir úr sjónvarpssögunni
Við Dagbjartur fórum á flóamarkað Saga film. Fundum ekkert sem okkur langaði í en þetta var gríðarlega vel sótt og mikið keypt sýndist mér. Maður fékk bara nostalgíu fyrir eðalbúðinni Sala varnarliðseigna að vera þarna. Marta Smarta er með puttann á púlsinum venju samkvæmt.

Í Kolaportinu fann Dagbjartur íslenskan landsliðsbúning á 500 kall. Ég fann ekki neitt. Í Kosti, Kópavogi, keypti ég kaffi (þetta græna) og Häagen-Dazs ís í dollu sem ég skóflaði vitaskuld í mig um kvöldið. Hefði betur sleppt því, finn ég núna. Afhverju þarf allt sem er svona gott að vera svona vont? Jæja, þýðir ekki að væla yfir því.

Í Vesturbæ Kóp er Tjörvi með mikla gæludýrabúð í bílskúr. Fórum og keyptum gúmmíplöntur fyrir þá Tígra og Lilla sem nú svamla um í sitthvoru búrinu hjá krökkunum. Þetta er mikil ævintýrabúð. Eins og ganga um frumskóg að fara inn í fugla-herbergið. Svo eru til svartar feitar margfætlur, svona 15 cm langar, á 7000 kall stk. Ég sá fyrir mér mörg önnur notagildi en að hafa svona kvikindi í búri. Og þau snérust öll um gott en hrikalega nastí grín. Eins og þarna þegar einhverjir hentu álum á stelpur í sturtu. Talandi um stelpur í sturtu, þá birti Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir eftirfarandi á Facebook:

Áðan fór ég í Mecca Spa og hljóp þar á ímynduðum sveitavegi og lyfti lóðum undir engilblíðum söng hins knáa Kanye West. Í næsta sal sátu tíu ungar konur í heitum potti, drukku bjór og skræktu mikið. Við mættumst í sturtunum, þar sem þær hófu rakvélar á loft og sungu í kór: „Ég er loðnasta, loðnasta, loðnasta píka í heimi!“ (við lagið Glaðasti hundur í heimi).
„Þetta er ungt og leikur sér“, hugsaði ég nú bara.

Vart er hugsa sér meiri heiður fyrir lagahöfund en að stelpur syngi hann á meðan þær raka á sér píkuna.

Í Furðufuglum og fylgifiskum hjá Tjörva eru líka seldar engisprettur. Ég spurði ekki um verð en það mætti kaupa upp lagerinn og gera gott biblíugrín með því að sleppa þeim inn í næstu kirkju – svona Fargo-stæl.

Um kvöldið, eftir dásamleg rif með Steina sleggju og kó, horfðum við krakkarnir á síðustu tvo þættina í Dagvaktinni og þann fyrsta í Fangavaktinni (við erum komin þangað). Ég er enn á því að þetta sé besta stöff sem hefur verið gert í íslensku leiknu sjónvarpsefni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: