Öndergránd mjólk

25 Sep

Það er alltaf sama sagan. Græðgi, ósanngirni, samráð og plott. Menn að hittast í Öskjuhlíð, skrifandi tölvupósta – eyðið að lestri loknum – ó ég gleymdi broskallinum. Vitleysingar með bindi að safnast saman og plotta plott – ekki með samfélagsleg markmið að leiðarljósi eða almannahag heldur hvernig þeir geti mokað sem mest undir terlínklædd rassgötin á sjálfum sér.

Geisp. Svo hvað annað er nýtt? Ekki neitt. Bankadrasl, geðveikislega massíft bankadrasl sem sér ekki fyrir endann á, grænmetisdrasl, bensíndrasl og nú mjólkurdrasl. Svo kemur þetta með bindin og rífur kjaft við Helga Seljan eða segir eins og Georg Bjarnfreðarson: Þetta er misskilingur. Og við förum náttúrlega og kaupum af þessu liði af því það er ekkert annað í boði, eða allavega ekkert sem við nennum að eltast við. Spilling er vond, tuðum við, nema þegar spillingin rennur í minn vasa, þá er hún ok. Láttu mig þekkja það.

Er ekki MS og KEA það sama? Því verður ekki neitað að þetta eru ágætis framleiðendur en það er ekki bindaköllunum að þakka heldur starfsmönnum á plani, harðduglegum mjólkurfræðingum og ostagerðarmönnum. Grísk jógúrt hjá MS og Vanilluskyr frá KEA er alltaf í ísskápnum. Svarti Maruud brauðosturinn er bestur oná brauð.

2014-09-23 18.33.03
Talandi um ost þá fór ég á stórskemmtilegt og fræðandi – og ljúffengt! – ostanámskeið hjá henni Eirnýju í Búrinu. Mæli með því, hreinlega frábært.

Ég hef reyndar verið að temja mér öndergránd innkaup á mjólkurvörum. Ég hef áður minnst á ÖRNU á Bolungarvík. Eðalstöff sem kemur þaðan, ekki láta þetta „laktósafrítt“ hafa áhrif á ykkur, skyrið þeirra og rjóminn eru hreinn unaður. Svo er það Bíóbú. Þaðan kaupi ég hina frábæru jógúrt með kókos. Dós af því í boostið er eðall. Nýlega hef ég svo byrjað að kaupa lífrænu mjólkina frá þeim. Algjör eðall, feit og góð, en helmingi dýrari en önnur mjólk svo krakkarnir fá bara MS. Það getur svo sem vel verið að MS mafían sé með fituga puttana í þessu öllu saman, hvað veit ég. Ég er bara eins og beljurnar sem standa nauðugar viljugar í sínum básum og láta mjólka mig.

ps. Mun nokkur hætta að versla við þrælakistuna Amazon þótt vinnuaðstaðan sé helvíti á jörð eins og sást í heimildarþætti sem Rúv sýndi nýlega?

5 svör to “Öndergránd mjólk”

 1. Óskar P. Einarsson september 25, 2014 kl. 8:13 f.h. #

  Það sem stendur upp úr þessu ostanámskeiði (sem ég fór á fyrir nokkrum árum) fannst mér vera „rauðkíttsostarnir“ – hvenær ætli MS reyni að klúðra saman svoleiðis?

  • drgunni september 25, 2014 kl. 10:08 f.h. #

   Ha ha já einmitt. Ms á alveg inni að klæmast á rauðkíttinu.

 2. Kristján G. Kristjánsson september 25, 2014 kl. 12:00 e.h. #

  Jú, ég ætla að hætta að kaupa vörur af Amazon.

 3. bjarnveig september 25, 2014 kl. 7:36 e.h. #

  Ég ætla ekki að kaupa vörur framleiddar af MS út október. Ef ekki býðst annað þá reyni ég bara að kaupa mjólk beint af bónda.

 4. Tinna september 28, 2014 kl. 9:36 e.h. #

  Mér skilst að þetta Örnu dæmi sé alveg sjálfstætt svo nú er stefnan tekin á að kaupa sem mest frá þeim…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: