Fjórar fjörferskar

26 Sep

Það styttist í Airwaves og jólin svo nú fara plöturnar að koma út með vaxandi skriðþunga. Fáum funheit dæmi:

Kælir-varðhund

Stafrænn Hákon er kominn í rokkið á plötunni Kælir varðhund. Spikaðir útgáfutónleikar í kvöld á Húrra þar sem Loji og Strong Connection koma einnig fram. Heyrið Kælir varðhund hér.

palme-packshot-large
Ólöf Arnalds er að gefa út plötu númer 4, eða Íslandsvinirnir í One little indian öllu heldur. Platan heitir Palme (Olaf?) og Ólöf heldur sig við rólegan gír þar sem viðkvæma röddin hennar blómstrar sem aldrei fyrr. Patience er nýja smáskífan.

1511424_903448826348359_1029003775500863633_n
Smekkleysa hefur gefið út fyrstu sólóplötu Höllu Norðfjörð, The Bridge. Halla er frá Kópaskeri en býr nú í Kaupmannahöfn eftir því sem ég kemst næst með skæðum persónunjósnum á alnetinu. Platan er í rólegum folk-stíl og er haldið uppi af viðkunnalegri rödd Höllu og snotrum lagasmíðum. Það er sjálfur Þór Eldon sem kó-pródúseraði og mixaði plötuna. Hér er Halla læf í einhverju ítölsku eldhúsi:

10301446_10152687858954019_967437637528419640_n
Svo eru það skeggaparnir í Hjálmum sem hafa gefið út tvöfaldan safndisk með nýjum lögum og magabelti, Skýjaborgin. Þeir fagna 10 ára afmæli í kvöld í sjálfri Eldborg, Hörpunni. Nýju lögin eru 4 þar á meðal Tilvonandi vor þar sem krúsidúllan DJ Flugvélar og geimskip fer á kostum og titillagið Skýjaborgin.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: