Tónleikar og útgáfa

3 Okt

Í kvöld spila ég í fyrsta skipti í Bæjarbíói, Hafnarfirði, til upphits fyrir Prins Póló. Ég hyggst spila sex ára gömul mótmælalög, 25 ára gömul trommuheilahávaðalög, eitt glænýtt lag sem heitir RASSAR Í SPANDEX (það verður á safndiskinum Snarl 4 sem kemur út fyrir Airwaves) og eitthvað svona. Á morgun, laugardag kl. 14, spila ég svo aftur á svokölluðum Ungmennatónleikum og verð þá með svokallað ungmennaprógramm. Ægilega gaman. MIÐASALA!

Já ERÐANÚMÚSÍK er sem sagt að gefa út safndiskinn SNARL 4 – SKÆRT LÚÐAR HLJÓMA fyrir Airwaves. Þetta verður 25-30 laga safndiskur með því allra heitasta og loðnasta í íslensku öndergrándi, pönki og almennilegheitum í dag. Þetta verður fyrsta SNARLið í 23 ár.

2 svör to “Tónleikar og útgáfa”

  1. Óskar P. Einarsson október 3, 2014 kl. 8:36 f.h. #

    Af hverju kemur Snarl 4 ekki út á kassettu, er það ekki aftur orðið „nýjasta nýtt“? 🙂

  2. Jóhanna Svavarsdóttir október 4, 2014 kl. 12:14 e.h. #

    Sæll Dr. Gunni.

    Eva Karen dóttir mín, er 14 ára í dag og erum við að koma á tónleikana kl. 14:00 á eftir.Ég er með hana í óvissuferð í dag og ef þú gætir sprellað eitthvað í henni á eftir þá væri það algört ÆÐI. Kær kveðja Jóhanna (mamma)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: