Í músikk er þetta helst

11 Okt


Spéfuglarnir í Pink Street Boys eru um þessar mundir taldir helsta ógn stöðugleikans í íslenska peppinu. Þeir eru svo góðir að þeir verða (vonandi) aldrei spilaðir á præmtæm. Nýbúnir að skrölta í gegnum Trash From The Boys, heila kassettu hjá Ladyboy Records en strax farnir að hóta næstu plötu. Búnir að gera viddjéo við nýtt lag, Evel Knievel, en það lag verður einmitt að finna á safndisk Erðanúmúsík, Snarl 4, sem kemur út í byrjun nóvember. Það verður sneisagóður safndiskur með eintómu eðalöndergránd efni.

a2831735667_10
Upp úr 1981 var Vonbrigði ein kúlasta njú veif sveitin í bænum. Að mínu mati náðu þeir aldrei alveg að koma kúlinu á plötuna Kakófíníu, fríkuðu of mikið út þegar þeir komust í hljóðver og fóru að hlaða á lögin og stúdíóast full mikið með þau. Læf voru þeir megakúl. Í hráum og lifandi upptökum sem Kjartan Kjartansson gerði með þeim í Hanagali stúdíós náðist ómengaður kjarni Vonbrigða fram og því er það ekki seinna vænna að nú, 1/4 öld síðar, hefur hin spræka Synthadelia Records, gefið út 18 laga skronsterið HANAGAL þar sem 90% landi kaldastríðsnjúveifsins rennur eins og pjúra gull. Fjögur af þessum lögum voru á 7″ EP plötunni með þeim. Ef ég hefði einhvern tímann sniffað lím myndi eflaust sætur límangan bera við vit mín þegar ég hlusta á þessa fögru snilld.

Eitt svar to “Í músikk er þetta helst”

  1. Óskar P. Einarsson október 13, 2014 kl. 11:40 f.h. #

    Jamm, hvað skyldi annars hafa orðið um Vonbrigði eftir 2004-2005..eru ekki mörg þessara laga á „Eðli Annara“, sem kom út 2004?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: