Innihaldslítið stjórnmálarant

18 Nóv

Gott viðtal við saksóknarann á Akureyri í Mogganum í dag. Hann nennir ekki að vera hræddur og kallar hálfvita hálfvita. Eins og saksóknarinn nennir ekki að vera hræddur nenni ég ekki að vera reiður. Reitt fólk er ótrúlega fyndið og hallærislegt og ég nenni ekki að vera í þeim sporum. Þess vegna hef ég yfirleitt eitthvað annað að gera en að standa á Austurvelli. Eða kannski maður ætti að leggja sig fram við það, þetta er náttúrlega glatað lið sem er þarna í húsinu. Glatað lið, sem var kosið í síðustu kosningum, athugaðu það. Þú, eða einhver – líklega Óli Palli – kaus þetta lið til valda.

Ég get ekki hugsað mér að kjósa neitt af þessu liði, aldrei aftur. Sjálfgefið með XB og XD en XS og XV (þótt hún Katrín sé nú frábær) er líka drasl sem er búið að fá sinn séns og klúðraði því. XÆ er beisiklí XS þótt Óttarr Proppé sé æðislegur maður. Og hvaða djöfulsins plebbagangur er þetta í XÆ að vera að hamast í einhverjum tittlingaskít eins og kurteisi, klukkunni og mannanöfnum þegar allt er að aumingjast fjandans til?

Ég myndi líklega kjósa Pírata, XÞ, ef „gengið yrði til kosninga nú“ – finnst það eina liðið sem „stendur í lappirnar“ og er pínulítið annað en hin helvítis samtryggingin og stjórnmálamenningin. Eins og flokkurinn komi aðeins úr „annarri átt“. Helst vildi ég þó nýjan almennilegan flokk sem myndi hamra á því að hér séu næg lífsgæði og náttúruauðlindir til að reka jafnara og betra samfélag. Flokk með einföld markmið: Hér eru næg gæði fyrir alla, þeim þarf bara að skipta jafnar. Veit svo sem ekki hver ætti að leiða þennan flokk eða hvaða fólk ætti að vera í honum. Ekki benda á mig. Afhverju er gott fólk eins og Katrín Jakobsdóttir og Óttarr Proppé hangandi í ónýtum flokkum – ætti nú bara að stofna nýjan og kippa þessu helvítis, ég meina undurfagra og yndislega, skeri í liðinn.

Ég er ekkert endilega viss um að landið sé komið yfir síðasta söludag og það þurfi að druslast vælandi í fangið á hundleiðinlegum Norðmönnum.

Eitt svar to “Innihaldslítið stjórnmálarant”

  1. Óskar P. Einarsson nóvember 18, 2014 kl. 7:55 f.h. #

    Píratar eru eina „ríbútt“ stjórnmálanna sem vit er í, enda hef ég kosið þá tvisvar. Svo á Jón Gnarr auðvitað að verða forseti.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: