Harmóníkukóngarnir

29 Nóv

Almennt viðhorf er að miða upphaf popptónlistar eins og við þekkjum hana við Elvis og rokk og rólið. Það er þó auðvitað staðreynd að „poppið“ á sér miklu lengri sögu, sem er að mestu hulin þagnarhjúp. Það opnuðust dyr hjá mér varðandi þetta þegar ég heimsótti Sigurjón Samúelsson á Hrafnabjörgum í Ísafjarðardjúpi fyrir nokkrum árum. Hann á eitt besta safn íslenskra 78 snúninga platna og þar að auki vaxhólka og spilara. Ég var hjá honum í eina þrjá tíma og hann spilaði stöff sem ég hafði ekki hugmynd um að væri til, t.d. Bjarna Björnsson, sem var hálfgerður stand up gaur til forna, og svo þá Gellin og Borgström, sem voru kallaðir „harmóníkukóngarnir“ og komu hingað á tvo túra til að skemmta um allt land, 1930 og 1934.
0104-Morgunbladid0706-1930
Þetta var svo mikill viðburður að forsíða Moggans var lögð undir auglýsingu. Þeir félagar, Svíinn Herman Gellin og Daninn Ernst Borgström, voru Justin Timberlake síns tíma og fóru alls staðar um við mikil fagnaðarlæti. Svo líður tíminn og jörðin gleypir þá og vinsældirnar. Harmóníkan var aðal balltækið þar til gítarinn kom inn fiftís. Ég skrifaði smá um þá félaga í Stuð vors lands og komst síðan í samband við son Ernst Borgström, Boris Borgström, og hef verið að hjálpa honum við feiknamikla heimasíðu um harmóníkukóngana. Ég erfði um 30 78 snúninga plötur með Gellin og Borgström frá afa mínum og Sigga frænda (sem báðir voru miklir harmóníku-aðdáendur) og gert stafrænar útgáfur fyrir gamla kallinn (Boris er 81 árs). Hér kemur ein – Eru ekki allir í stuði!?

x3974-a
Gellin og Borgströms Nyhets kvintet + refr: Olsen & Co – Det var dans pa laven – Rheinlender (Ola Skjegstubb – Alf. Röd)

x3974-b
Gellin og Borgströms Nyhets kvintet + refr: Olsen & Co – Fest med dans – Rheinlender (Kr. Hauger – Alf. Röd)

Eitt svar to “Harmóníkukóngarnir”

  1. Jóhann nóvember 29, 2014 kl. 9:12 e.h. #

    …frábært starf, herr doktor Gunni! 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: