Myndir af kóngum á Íslandi 1930

30 Nóv

Boris Borgström sendi mér nokkrar myndir af „harmóníkukóngunum“ Gellin og Borgström á Íslandi 1930. Myndirnar eru úr safni danska tónskáldsins Hermanns Hoffmarks sem kom með þeim. (Ath: hægt er að fá myndirnar stærri með því að smella á þær).

EPSON scanner image
Gellin og Borgström í góðu flippi um borð í Lyru á leið til landsins.

EPSON scanner image
Mikill spenningur var fyrir komu þessara meistara „sem næstum hvert mannsbarn á Íslandi kannast við,“ eins og sagði í blöðunum. Þeir gistu á Hótel Íslandi í Aðalstræti og vöktu mikla athygli í bænum. Hér hafa þeir skroppið út til að tékka á Ingólfi.

MAÓ 1556
Þeir héldu fjölmarga tónleika í Reykjavík og ber umsögnin í Alþýðublaðinu um fyrstu tónleikana í Gamla bíói merki um mikla hugljómun: „Léku þeir lög af slíkri snilld, að áheyrendur hefðu ekki trúað að leikið væri á harmóníkur, ef sjónin hefði ekki sannfært. Hér var ósvikin list – músík –, gáfur og stöðugt nám. Eru þeir jafnsnjallir á nýtísku danslög, sem „klassísk“ lög. Lófatak áheyrenda var með slíkum afbrigðum, að veggir Gamla Bíós titruðu, enda urðu þeir að leika 6 – sex – aukalög og vildu áheyrendur þó fá fleiri. Hingað koma þeirra félaga sýnir, að hægt er að seiða úr harmóníkum töfrahljóma, engu síður en úr öðrum hljóðfærum.“
Gellin og Borgström höfðu með sér „sérstakan ljósaútbúnað“, sem notaður var á meðan þeir léka og „gátu menn þá betur séð hin voldugu hljóðfæri þeirra og handatilburði,“ eins og Fálkinn greindi frá.

Það gekk allt út á Gellin og Borgström á meðan þeir voru hér. Hljóðfærahúsið nýtti sér tækifærið og auglýsti ferðafóna sem mætti taka með „til Þingvalla“.
dwedafon
Stundum var með „hin ágæta balletdanzmær frú Brock-Nielsen, sem danzar sólódanza, sem ekki hafa sést hér fyr.“ Hér eru þeir komnir eitthvað út á land – eða eitthvað út fyrir bæinn – og það er gríðarlegur stemmari. Danzmærin tekur sporið…
dans0
dans1

Félagarnir sigldu með Esjunni í kringum landið og héldu tónleika á viðkomustöðum skipsins.  Á Ísafirði spiluðu þeir í Gúttó fyrir svo troðfullu húsi að opna þurfti alla glugga upp á gátt til að mannfjöldinn fyrir utan fengi skammtinn sinn. Eftir tónleikana fylgdi heilluð hjörðin þeim niður á bryggju og spiluðu félagarnir þar til Esjan sigldi í burtu til næstu hafnar. Er þessi mynd hugsanlega tekin á Ísafirði? Ég er ekki viss en fjallið er ansi kunnuglegt.
EPSON scanner image
Hér er nokkrar fleiri myndir úr myndaalbúmi Hoffmarks.
EPSON scanner image
Gengið stillir sér upp í tröppunum við Þrastarlund.
EPSON scanner image
Gott flipp einhvers staðar.

EPSON scanner image
Þeir hafa líka ferðast með flugbáti.

EPSON scanner image
Ja hérna hér! Verður ekki Oddur sterki af Skaganum á vegi þeirra! Oddur hefur greinilega verið aðalmaðurinn á þessum tíma. Í bók W. H. Audens „Letters from Iceland“ (1937) kemur einmitt Oddur dálítið fyrir, en það þótti Íslendingum auðvitað alveg ótækt – að einhver klikkhaus hefði þótt það merkilegasta sem skáldið sá! (Note to self: Lesa þessa bók.)

EPSON scanner image
Harmóníkukóngarnir svona líka léttir í lundu. Svo voru þeir farnir til annarra starfa, enda eftirsóttar stórstjörnur.

Nokkur blaðaskrif urðu um þá. Þau byrjuðu á því að Þórarinn Guðmundsson fiðluleikari skrifaði í Moggann, frekar súr yfir því að bolurinn skyldi mæta á Gellin og Borgström leika á sín „þau viðbjóðlegustu og listsnauðustu hljóðfæri, sem nokkurn tíma hafa verið upp fundin“ á meðan „gapa við auðir bekkir“ þegar Peder Möller leikur á „drottningu hljóðfæranna“, fiðluna.
þg30

B.J. nokkur svaraði í Alþýðublaðinu, ekki sammála:
bj

Af þessari grein varð nokkur vandræðagangur…
bland

Að lokum var það svo „Alþýðumaður“ sem skrifaði í Alþýðublaðinu. Takið eftir því hvernig farið er beint „í manninn“:
listeræli
Svona var rifist um tónlist 1930.  Segið svo að það sé eitthvað nýtt undir sólinni.

3 svör to “Myndir af kóngum á Íslandi 1930”

 1. Sveinn Ólafsson nóvember 30, 2014 kl. 10:58 f.h. #

  Myndin á bryggjunni er frá Ísafirði. Húsið til hægri er Fell, sem brann 1946. Þetta er á Bæjarbryggjunni, sem lá milli þar sem Neistahúsið og Hamraborg eru í dag.

 2. Gauti desember 1, 2014 kl. 11:35 f.h. #

  Algjörlega golden stöff. Skandall að ferðafón sé ekki notað meira og ég legg til að „Andspænis“ sé notað í meiri mæli í auglýsingum.

 3. annatheodora desember 2, 2014 kl. 10:46 f.h. #

  Ostahúsið andspænis Ófeigi!

  (Þetta gæti verið auglýsing fyrir einhvern American Wrestling viðburð)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: