Tvær góðar: Teitur og Parísar Prins

4 Des

Hér koma tvær góðar plötur:

teitur-27-framhlið copy

Teitur Magnússon, gítarleikari og söngvari Ojba Rasta, hefur sólóferilinn með plötunni 27, en lagið Nenni hefur gert það gott að undanförnu. Það er að finna á 27 auk 7 annarra laga. Það er heilmikil einlægni á plötunni og ýmsir hljóðheimar. Stundum Lennon, stundum Tropicana, stundum Einu sinni var og bara allskonar gúmmilaði. Vel spennandi plata. Gefum fréttatilkynningunni orðið: Exótísk hljóðfæri eins og cuica, sas, taisho koto og sítar koma við sögu en upptökustjóri plötunnar, Mike Lindsay (einnig þekktur sem Cheek Mountain Thief), laðaði fram það besta frá ýmsum góðum gestum. Platan er öll sungin á íslensku með frumsömdum textum en einnig fá höfuðskáld að láta ljós sitt skína, eins og m.a. í laginu Nenni sem inniheldur vísur Benedikts Gröndal frá nítjándu öld.

Útgáfutónleikarnir verða síðan haldnir miðvikudagskvöldið 10. desember á Húrra og enginn annar en Björn Jörundur Friðbjörnsson hitar upp

„Platan var öll tekin upp á tuttugasta og sjöunda aldursári mínu. Ég hugsaði að það væri kannski ekki seinna vænna en að halda upp á það og gefa hana út fyrir áramót.“ Það var svo fyrir hálfgerða tilviljun að sólóferill Teits hófst og platan „27“ varð að veruleika. Teitur hafði áður, í félagi við frænda sinn Skarphéðin Bergþóruson skáld, samið texta og fáein lög við gömul íslensk ljóð. „Áður en ég vissi af var komin plata. Með hjálp góðra vina, að sjálfsögðu.“

Teitur Magnússon – Staðlaust hjarta

pp-pn
Tónlist Prins Pólós úr París Norðursins er að koma út á disk. Þar höfum við vitanlega titillagið, besta lag ársins, en þarna eru líka fleiri mjög skemmtileg lög úr myndinni. Svonefndur eðall.
Prins póló – Skokk

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: