Jói Daisy tekur Gylltan glóp

12 Jan

ap282435178697
Þá er „strákurinn okkar“, Jóhann Jóhannsson (Jói Daisy) búinn að fá Golden Globe fyrir músíkina í The Theory of Everything. Kannski tekur hann Bafta og Óskarinn í kjölfarið. Þetta er sannarlega frábært og meiriháttar.

Sá Jóa fyrst 1987 þegar unglingabandið hans Daisy Hill Puppy Farm spilaði með S.H.Draumi og fleirum í Hlaðvarpanum. Mér fannst þetta frábært band, mikil Jesus & The Mary Chain áhrif, melódískt og skemmtilega „slobbí“ spilamennska, enda enginn af þeim eitthvað séní á hljóðfæri. Fór svo að mitt vasamerki Erðanúmúsík gaf út 4-laga plötu með bandinu í samvinnu við enskan strák, Lakeland Records. Endaði með að John Peel spilaði kóver sveitarinnar af Heart of Glass nokkrum sinnum, sem var náttúrlega geðveikur heiður, fannst manni.

Daisy Hill gerði aðra 4-laga plötu hjá Lakeland, en í næntísinu dútlaði Jói í ýmsu. Spilaði með Ham, tók upp plötu með Páli Óskari og finnskar hávaðaplötur með mér, spilaði með Unun og prógrammaði stöff á plötunni æ og á tímabili vorum við saman með hljómsveitina Ekta. Nafnið kom þannig til að ég spurði einhverja fyllibyttu á efri hæðinni á 22 hvað bandið ætti að heita. Maður var meira og minna allt næntísið hangandi þarna uppi eða niðri á 22 þó ekki væri maður í hommaleiðangri. Gott ef maður gæti nú fengið endurgreitt alla tvöföldu romm í kókana verðtryggða.

Allavega, þetta Ekta band gerði nokkur lög. Lengst komumst við með lagið Berklahælið 47 sem var kannski spilað nokkrum sinnum í útvarpinu. Þetta er stórfurðulegt lag, Björn Jörundur raddar og sá um upptökustjórn og textinn fjallar um líf og ást á berklahæli 1947. Greinileg áhrif frá tölvutrommuknúðu indie rokki þessa tíma og Fönkstrasse bakraddir. Fríklag. Skífan gaf út á safnplötinni Bandalög 5 sumarið 1992.

EKTA – BERKLAHÆLIÐ ’47

Seinna var Jói við meik með hljómsveitinni LHOOQ sem var handvalin til að hita upp fyrir David Bowie þegar hann spilaði hér 1996. Svo stofnaði hann Apparat Organ Kvartettinn en hefur í seinni tíð samið kvikmynda-, leikhús- og ballet-tónlist og allskonar hofmóðugt stöff. Jói er aðallega sjálflærður þótt hann hafi lært klassík sem barn. Maður horfir til hans með aðdáun og virðingu. Dugnaðurinn og drifkrafturinn er til eftirbreytni. Til hamingju Jói!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: