Þegar ég féll fyrir snákaolíu

4 Mar

Eftir hið steikta Kastljós í gærkvöldi hefur athygli landsmanna náttúrlega beinst að svokölluðum snákaolíusölumönnum. Útbreiddasta dagblað landsins er stútfullt af snákaolíu á hverjum degi. Alltaf kemur eitthvað nýtt. Einn daginn er það heilsugerilinn frá Balkanskaga, hinn daginn rauðrófur, þann næsta túrmerik.

Í dag voru í snákaolíukálfi Fréttablaðsins til dæmis auglýsingar fyrir eitthvað sem er „allt að fimmtíu sinnum áhrifameira en hefðbundið túrmerik! Tilvalið fyrir þá sem vilja styrkja liðamótin, auka liðleika, bæta andlega líðan, auka orku ásamt því að losna við langvarandi liðverki, bólgur, gigt og magavandamál“ og einhverjar töflur sem eiga að „stuðla að líflegra hári“.

Nú er mér alveg sama þótt ég sé sköllóttur en ég hef oftast verið alltof feitur og það er ekkert sérlega eftirsóknarvert. Í stað þess að éta minna og hreyfa mig ennþá meira þá hef ég viljað auðvelda lausn, eitthvað sem kallar á lágmarks framlag af minni hálfu. Því lét ég einu sinni glepjast af einhverjum megrunartöflum sem heita Zotrim. Það er oft verið að auglýsa þetta og hér eru reynslusögur. Skammturinn kostaði hátt í 5000 kall og ég þurfti að fela þetta fyrir Lufsunni því hún hefði snappað. Svo gleymdi ég náttúrlega alltaf að éta pillurnar fyrir mat eins og á að gera (af því ég gleymi því alltaf hvað ég er feitur) og nú eru þær útrunnar. Líklega væri ég núna með sixpakk hefði ég bara étið þetta.

Herbalæf var einu sinni aðal málið. Þá fór ég leynilegan Herbalæf-fund og skrifaði um hann í DV. Mjög góð grein þótt ég segi sjálfur frá. Eru ekki annars allir hættir á Herbalæf í dag? Er ekki „Herbalæf-sölumaður“ tákn um lúser og svindlara?

Einu sinni fór ég í búð þar sem sölumaðurinn var mikill áhugamaður um svokallað „Power Balance“ gúmmíarmband. Hann sagðist yfirleitt vera mjög skeptískur en væri alveg viss um að þetta armband væri málið. Með það á sér væri maður í meira jafnvægi, væri liðugri og sterkari. Til að sýna mér töframáttinn gerði hann á mér „test“ og viti menn, með armbandið var ég í miklu meira jafnvægi. Ef ég hefði nú keypt armbandið og verið með það síðan væri ég án efa í miklu betri málum, en ég var svo vitlaus að fara heim og gúggla þetta. Það er nú einmitt kosturinn við nútímann, netið kemur upp um alla vitleysuna, en mér er svo sem nákvæmlega sama hvað annað fólk gerir og trúir á. Það er þó botninn þegar lagst er upp á langveika og dauðvona með svona rugli.

3 svör to “Þegar ég féll fyrir snákaolíu”

 1. Birgir Baldursson mars 4, 2015 kl. 7:15 e.h. #

  Jafnvel þúsund reynslusögur jafngilda ekki einu sönnunargagni, eða eins og þetta hljómar á upprunamálinu: „the plural of anecdote is not data“.

  http://www.vantru.is/2004/01/23/15.53/

 2. Eyjólfur mars 5, 2015 kl. 3:18 f.h. #

  Í dag voru í snákaolíukálfi Fréttablaðsins til dæmis auglýsingar fyrir eitthvað sem er „allt að fimmtíu sinnum áhrifameira en hefðbundið túrmerik!…“

  50*0 = 50

 3. Eyjólfur mars 5, 2015 kl. 3:18 f.h. #

  Heh, = 0! En já, punkturinn stendur. 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: