Við erum öll hórur

19 Mar

Tónlistaráhugafólk á svo sannarlega von á góðu. Hin stórgóða norska rokksveit KVELERTAK verður á Eistnaflugi í hrottalega góðum hópi, ATP er að verða geðveikari en andskotinn með Igga gamla Popp. Mudhoney, Belle & Sebastian og Public Enemy svo helstu gamlingjar séu nefndir.

Kóróna sköpunarverksins í þessu öllu saman er svo auðvitað Iceland Airwaves sem var að tilkynna nokkur sílspikuð atriði til viðbótar í dag. Við erum til dæmis að tala um THE POP GROUP sem gríðarlega skiptar skoðanir voru um í póstpönkinu í Kópavogi á sínum tíma. Þeir voru eiginlega „einum of“ fyrir mann á þessum tíma þótt ég hafi alltaf kunnað vel við slagarann We Are All Prostitutes. Þetta gekk svo langt að ég bað Stebba bróðir að kaupa fyrir mig bol með þessari áletrun. Þessu slagorði fylgdi mynd af Margréti Thatcher – kannski var þetta einhver frasi sem kerlingin (sorrí HHG) hafði látið út úr sér þegar hún var að hampa kapítalismanum.

Svo var maður náttúrlega alltof mikil tepra til að vera mikið í þessum bol, sérstaklega ekki í bankanum, þótt það hafi reyndar oft staðið til. Veit ekki hvort það hefði verið vel liðið af samstarfsfólkinu!

En allavega. THE POP GROUP hefur síðan vaxið mikið hjá manni og þetta frídjass, póstpönk, afríkubít og rugl er nú keypt ósoðið í æð. Öllum að óvörum byrjaði bandið nýlega saman aftur og hefur komið út ágætis plötu (miðað við svipaðar tilraunir svona once legends allavega). Platan heitir Citizen Zombie og hér er titillagið:

Þetta lítur ljómandi vel út og næg vinna framundan við að kynna sér öll þessi nöfn sem maður veit minnst um. Hér er skammturinn sem kynntur var í dag.

Og þessi var kynntur þar á undan.

Eitt svar to “Við erum öll hórur”

  1. Óskar P. Einarsson mars 20, 2015 kl. 9:03 f.h. #

    Við Iceland Airwaves (Grím) segi ég nú einfaldlega: „You had me at Ariel Pink“.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: