Trúbrot-kóver frá 1974

23 Mar

johnmiles
Orange útgáfan og hljóðverið hafði nokkur áhrif á íslenskt popplíf 1972-74. Hljómsveitin Náttúra tók upp Magic Key í þessu hljóðveri. Notast var við Orange magnara sem Björgvin Gíslason var mjög óánægður með. Magnús og Jóhann duttu inn á meðan Náttúra var að taka upp og tóku up Yakkety Yak við undirleik Náttúru. Þeir fengu samning á staðnum og Change-ævintýrið hófst.

Einn af þeim sem Orange var með á sínum snærum var John Miles. Hann kom hingað á vegum Ámunda 1973 og spilaði með tríóinuThe John Miles Set. Hann var viðloðandi Change og fleiri íslenska poppara, m.a. Magga Kjartans, sem á tímabili stóð til að mynda gefa út smáskífur hjá Orange merkinu.

Eitt af því sem kom út úr þessu var að To Be Grateful, lag Magga Kjartans af Lifun, kom út sem b-hlið á smáskífu með John Miles. Ég fann einmitt eintak af smáskífunni í Kolaportinu um helgina, svo vesgú:

oas224-b

John Miles – To Be Grateful

Það er svo af John Miles að frétta að hátindur ferils hans var lagið Music, sem komst í þriðja sæti enska listans 1976.

Eitt svar to “Trúbrot-kóver frá 1974”

  1. Guðmundur Helgason mars 24, 2015 kl. 3:29 e.h. #

    Mikill Harrison í sólógítarnum, lagsmaður, og er það bara vel.
    En það sem kannski stendur uppúr eftir að hafa hlustað á þetta, að mínu mati allavega, er hversu gott lag þetta er hjá Magga.
    Það sem stendur síðan niðurúr eru púkablístrurnar í restina, fara langt með að eyðileggja annars fínan flutning…..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: