Meira úr músíklífinu

1 Apr

Það er stanslaust allt sisslandi og bubblandi í hinu örsmáa en iðandi íslenska tónlistarlífi. Tveir strákar úr ELDBERG bönkuðu upp á um daginn og færðu mér hina stórglæsilegu og massífu aðra plötu sína, ÞAR ER HEIMUR HUGANS.
2015-03-25 17.22.10
Eldberg hljómar eins og framúrstefnurokksveit frá 1970, íslenskt hipparokk a la Mánar og Trúbrot (Lifun þá helst) er þeim enn hugleikið og þeir eru færir og flinkir spilarar. Platan er vitaskuld þema-plata, byrjar á laginu Miklihvellur og endar á Heljarhrun svo það er ekkert smotterí undir. Þetta er ekkert léttmeti heldur gallsúr hippakeppur þótt inn á milli glefsandi sólókafla glitti í poppaðri melódíur eins og í þessu lagi, Hughvörf.

ELDBERG – HUGHVÖRF
———————————————————
Retro Stefson eru að vinna nýja plötu og hafa sleppt fyrsta laginu út í kosmosið. Síðast þegar ég hitti Unnstein sagðann að það yrði miklu meira rokk og meiri gítar á nýju plötunni en ég er nú ekki alveg að sjá það í þessu fyrsta sýnishorni. Fínt lag Malaika, myndband komið á Youtube.

———————————————————
Það er náttúrlega frétt að Gummi Jóns úr Sálinni og Karl Örvars úr Stuðkompaníinu séu komnir saman í hljómsveitina Trúboðarnir þar sem þeir spila rokk og pönk. Með þeim eru Maggi trommari úr Hún andar og Heiðar Ingi bókaútgáfugúrú. Þeir ætla að gefa út fyrstu plötuna sína asap og hrinda í framkvæmd söfnun á Karolinafund í dag. Platan heitir Óskalög sjúklinga og titillagið er hér:

———————————————————
Frosti Gringo, trommari og kvikmyndagerðarmaður, hefur sleppt sólólagi út á intravefinn. Það er nettur Bowie og Bubba fílingur yfir þessu. Dansfólk í myndbandi kemur úr klúbbi á Yorkshire 1984. Liðið lúkkaði nú aldrei svona vel í Safarí 1984, nema einn og einn. Einu sinni 1983 ætlaði ég á tónleika með Virgin Prunes og Alien Sex Fiend í aðal gothara-klúbbi London á þessum árum. Batcave klúbbnum. Það var uppselt og löng röð fyrir utan og allir alveg stíf-gothaðir á því í röðinni nema ég og vinir mínir sem vorum í anorökkum eða eitthvað og eins og frá annarri plánetu. Þá fórum við á eitthvað noname band sem okkur fannst hundleiðinlegt en var að spila eitt af fyrstu giggunum sínum í London – The Smiths!

———————————————————
Teitur Magnússon gerði sem kunnugt er fína plötu í fyrra, 27. Hér má sjá flúnkunýtt myndband við lagið Munaðarhóf. Myndbandið er eftir myndlistarmanninn Arnar Birgis. Þess má geta að 27 er væntaleg á vínil í maí.

———————————————————
Apeshedder_frontur_web
Gunnar Jónsson Collider býr til raftónlist. Hann hefur verið virkur í íslensku tónlistarsenunni í mörg ár, m.a.starfað með sveitunum DMG, 1860 og Coral. Nýja platan APESHEDDER er fyrsta sólóútgáfa Gunnars hjá rafvirkjaútgáfunni Möller Records en áður gaf hann út stuttskífurnar Binary Babies og Disillusion Demos árið 2013. Streymi, niðurhal og kaup.
———————————————————
a1020756863_10
Nokkrar hljómsveit í dag eru nefndar eftir frægu fólki nema búið er að víxla upphafsstöfum þess. Til eru Com Truise, Wevie Stonder og eflaust má ímynda sér að Mubbi Borthens líti einhvern tímann dagsins ljós. Það breytir því ekki að reykvíski raftónlistarmaðurinn Buspin Jieber býður okkur upp á afturhvarf til fortíðar með nýjustu smáskífu sinni „We Came As We Left“. Við hlýðum á saklausari tíma – tíma þegar tölvuleikir voru í átta bitum, strákar gengu um með brilljantín í hárinu og stelpur kepptust um stærstu axlarpúðana. Sumir kalla tónlistina „retro-wave“ eða jafnvel „retro-fútúrisma“ – en burtséð frá öllum skilgreiningum þá er fyrst og fremst um að ræða góða tónlist. Hljóðgervlar og taktfasta trommur ráða ríkjum, en listamaðurinn nær á lúnkinn hátt að færa hlustandann aftur til ársins 1985. Tónlistin er unnin af smekkvísi og fagkunnáttu – og um er að ræða grip sem raftónlistaráhugamenn ættu ekki að láta fram hjá sér fara. (úr fréttatilkynningu frá Raftónum)
Streymi, niðurhal og kaup.
———————————————————
Og rétt í lokin á þessu hálfmaraþoni: Cheddy Carter voru að senda frá sér remix af laginu „Burn“ eftir Ellie Goulding.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: