Frægasta hljómsveit Grænlands

9 Apr

SUME_1973_FOTO_EBBE_KNUDSEN-800x500
Ég hef aldrei komið til Grænlands þótt þetta sé næsta land við okkur. Ég veit, ég veit – þetta er skammarlegt. Veit samt smá um tónlistina þar. Á bítlatímanum var starfandi þar hljómsveitin The Eskimos sem gerði tvær litlar plötur. Árið 1973 kom fyrsta plata Sumé, „Sumut“ (er á Youtube), sem var algjört hitt og seldist í 10þús eintökum, sem er klikkun af því það bjuggu bara 50þús manns í landinu, eða svo. Bandið varð fyrst sveita til að syngja á grænlensku.

Bandið gerði tvær plötur í viðbót, „Inuit Nunnat“ (1974) og „Sumé“ (1977). Ég átti safndisk með Sumé og fannst sumt helvíti gott. Er því búinn að þekkta til bandsins í 20 ár eða eitthvað. Norrænt sækadelíuhippþjóðlagarokk. Flottar melódíur og riff og grænlenskan að gera sig.

Veit svo sem lítið meira um grænlenskt tónlistarlíf. Aðalútgáfan var ULO Records en mér sýnist eins og hún sé hætt. Það var til grænlenskt rappband sem hét Nuuk Posse og var nokkuð skemmtilegt.

En Sumé er sem sé lang frægasta bandið. Og nú er búið að gera heimildarmynd um hljómsveitina „SUMÉ – The Sound of The Revolution“, sem ku vera algjör snilld,. Hér er treilerinn:

Það góða við þetta allt saman er að myndin verður sýnd á Reykjavík Shorts & Docs í Bíó Paradís nú um helgina. Hátíðin hefst í dag og kl. 20 í kvöld verður sýnd myndin No Idiots Allowed um Eistnaflugshátíðina frábæru. Margt annað spennandi er þarna og má glöggva sig á framboðinu hér.

Sumé myndin verður sýnd á laugardaginn kl. 18 og á sunnudaginn kl. 20. Ég myndi telja þetta algjöra skildumynd!

Eitt svar to “Frægasta hljómsveit Grænlands”

  1. Ragnar Ómarsson apríl 9, 2015 kl. 11:31 e.h. #

    Sem stendur bý ég á Grænlandi og hef því haft tækifæri að kynnast grænlensku tónlistarlífi. Ég vil benda á hljómsveitina Nanook sem er virkilega góð hljómsveit og vel spilandi. Semur góða tónlist með frábærum grænlenskum textum og hefur greinileg grænlensk einkenni sem helgast af því hvernig grænlenskan leggst í laglínur. Sjá og heyr t.a.m. hér: https://www.youtube.com/watch?v=wwr1m1e4RAs

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: