Með Megasi í dauðadái

10 Apr

Ég keypti nýju bókina hans Óttars Guðmundssonar um Megas, en er ekki byrjaður að lesa hana ennþá því ég er í miðri Careless Love um Elvis. Sama dag þegar Megas varð sjötugur keypti ég heiðursplötuna MEGASARLÖG sem Japis gaf út 1997. Strákarnir í Lucky áttu eintak. Ég kem að tveimur lögum þarna, sóló og með Unun. Þetta er ein af örfáum plötum með sjálfum mér sem ég átti ekki og því ekki verri dagur en hver annar að bæta úr því. Fín plata og löngu uppseld. Þarna eru líka Botnleðja, Páll Óskar, Kolrassa og allaskonar fínirí.

Þetta er fyrsta heiðrunarplatan fyrir Megas. Árið 2006 kom „Pældu í því sem pælandi er í“ þar sem KK, Hjálmar, Ragga Gröndal og margir fleiri tóku lög. Sama ár kom „Magga Stína syngur Megas“. Ég held að þessi söngljóðabálkur eigi eftir að vera tekinn æ og ofan í æ næstu árin og sennilega aldirnar.

Nú, eins og maður gerir, setti ég á mig lesgleraugun og reyndi að finna sjálfan mig í bók Óttars. „Er eitthvað að frétta af mér“ eins og Jóhannes Grínari sagði alltaf þegar hann hitti menn. Það er vitnað í einhverja dóma eftir mig og ég hélt að ég kæmi kannski fyrir þegar talað var um lagið Veðurlag því mér hefur verið sagt að viðlagslínan „Ég bara fokkings nenni þessu ekki“ sé tilvitnun í mig. En nei, ekkert minnst á mig þar. Hins vegar var mér frábærlega komið á óvart þegar ég rakst á þetta:

Dáblá dauðarauða: afbökun á Eurovision-lagi sem Dr. Gunni snéri á íslensku. Textinn er samsuðu úr mörgum áttum, illa skiljanlegur en þó glyttir víða í doktorinn í gegnum móðuna. Nýyrði: Véltengt hárleysi (skalli), rúllustigakórvilla, lárétt hitaveita = kona.

dablad

Dáblá dauðarauða er á Hold er mold (2008). Þetta kemur þannig til að árið 2004 þegar mest hæpið var í kringum Heaven-eurovisionlagið með Jónsa bað DV mig um að semja íslenskan texta. Ég snaraði fram eftirfarandi:

idauðadai

Þess má geta að lagið Í DAUÐADÁI verður á plötu sem kemur út 7. október 2015. Kannski verður Megas með í dúett?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: