Smá nostalgía

11 Apr

Það þarf ekki mikið til að gleðja gamlan mann. Stundum rennur einskonar skot af últra gleði í gegnum mig þegar ég man allt í einu eftir því hvernig mér leið við einhver tækifæri í fortíðinni. Þetta er örsnöggt, nokkrar sekúndur bara. Hvað sem ég reyni get ég ekki endurtekið tilfinninguna. Stundum tengist þetta lykt, „lyktar-minning“. Ég er greinilega ekki einn um þetta því tilfinningin er á wikipedia.

Svo er líka gaman þegar maður man allt í einu eftir einhverju sem maður var búinn að gleyma. Ég get tekið dæmi. Heima hjá mér var Normandy transistor útvarp. Blátt úr plasti með plasthandfangi. Þetta var algengt tæki á heimilum. Ég sá svona tæki á skransölu og var eitthvað að skoða það og þá mundi ég allt í einu eftir batteríunum sem voru í þessum tækjum. Svona stór og flöt. Ég var voða glaður þegar ég mundi eftir þessum batteríum því maður hefur ekki hugsað um þau í 30-40 ár.

Önnur nostalgía sem gladdi mig í gær var að hugsa um heimilissýningarnar sem maður fór á í Laugardalshöll. Þetta var á hverju ári í kringum 1980. Hétu „Heimilið ’80“ og svo framvegis. Þarna voru búðirnar að sýna vörur og maður var í miklu stuði við að fá límmiða í öllum básunum. Ég hitti Loga Bergmann á Bond mynd 2008 og þá ræddum við þessar sýningar. Þetta bloggaði ég þá: „Logi Bergman og ég ræddum einhverra hluta vegna um Heimilissýninguna 1980 – Heimilið 80. Hann svindlaði sér inn, en ég hef örugglega borgað. Maður vafraði þarna um og hirti drasl. Ég man eftir veifu frá Trabant umboðinu og ógleymanleg er undirskriftarlesandi tölva sem hefur ábyggilega verið mannhæðar há. Maður skrifaði nafnið sitt á snepil sem var stungið í tölvuna. Svo las tölvan í skriftina og skilaði frá sér gataspjaldi þar sem helstu karaktereinkenni manns voru tíunduð. Örugglega mjög nákvæmt og vísindalegt.“

Það eru svona smáatriði úr fortíðinni sem lifa. Ég man ekki rassgat eftir því hvað Geir Hallgrímsson eða Óli Jó voru að röfla, en ef ég sé gamla mjólkurfernu renna nostalgíutár niður hvarma. Og svo er líka eins og eina fólkið sem lifir inn í framtíðina séu svokallaðir „kynlegir kvistir“ hvers tíma. Fólk er að tapa sér yfir sögum um Stefán frá Möðrudal eða Óla blaðasala, en enginn nennir að ræða einhvern forstjóra eða vellaunaðan jakkafatakarl en samt var þeim hampað í samtímanum á meðan Óli og Stefán fengu aldrei að koma í „Maður er nefndur“.

2 svör to “Smá nostalgía”

  1. Óskar P. Einarsson apríl 11, 2015 kl. 8:31 f.h. #

    Lyktarminnið er sterkt og nær víst lengst aftur í tímann, líka – man alveg 1975-stöff en samt eiginlega bara lyktina.

  2. Alþýðufræðarinn apríl 11, 2015 kl. 10:05 f.h. #

    Ég beygi af ef ég sé trabant og sumar lödur og ekki batnaði það þegar ég sá hondu 50 árg. 72 um daginn…….

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: