Villi Vill @70

11 Apr

365 Vilhjálmur Vilhjálmsson 13
Vilhjámur Vilhjálmsson hefði orðið sjötugur í dag hefði hann ekki dáið í bílslysi í Lúxemborg 28. mars 1978. Honum vantaði þá tvær vikur í að verða 33. ára. Vilhjálmur var þá kominn af krafti í poppið aftur eftir nokkur ár í pásu. Hann æstist upp þegar hann var fenginn til að syngja nokkur lög á fyrstu Mannakorns-plötunni og gerði eftir það tvær sólóplötur sem gerðu hann að stjörnu á ný. Hans síðasta plata HANA-NÚ frá 1977 er meistaraverk Vilhjálms. Þar samdi hann alla textana sjálfur en Magnús Þór, Jóhann Helgason, Magnús Eiríks og Magnús Kjartansson og Finnbogi bróðir hans lögðu til lögin. Þarna eru líka tvö lög eftir Harry Chapin. Hérna eru smellir í tonnum, hin táralögðu Lítill drengur og Söknuður, Ég labbaði í bæinn sem var fyrsta lagið sem spilað var á Rás 2, Jamaica, sem er líklega fyrsta reggae-lagið á íslensku, og svo eitt uppáhalds Villa-lagið mitt, martraðar-diskólagið Martröð.

Ég var svo heppinn að finna þessa plötu í mint condition á skranmarkaði um árið, fyrsta upplag, sem kemur með samanheftaðri A4-textabók. Þegar platan kom út var útgáfuteiti í Óðal og hani dreginn með í geimið (sjá mynd að ofan sem Loftur Ásgeirsson tók).

Næsta verkefni Villa átti að vera að endurtaka best-of katalókinn sinn frá fyrra poppskeiði. Hann var ekki sáttur við gömlu upptökurnar og vildi syngja lögin aftur með hjálp nútíma upptökutækni (multi-track).

Dauði Vilhjálms lagðist þungt á þjóðina. Það er alltaf svo hefí þegar ungt fólk deyr í blóma lífsins og á margt eftir að gera. Þess vegna hefur arfleið Vilhjálms lifað og líka vegna þess að vel hefur verið hlúð að arfi hans með endurútgáfum, heiðurstónleikum, já og fínni ævisögu sem Jón Ólafsson skrifaði. Þegar fregnir af andláti Vilhjálms bárust upp í Hljóðrita voru Pálmi Gunnarsson, Magnús Kjartansson og Tony Cook að vinna í laginu Manni, sem var „outtake“ af Hana-nú. Það varð titillag á ferilsplötu sem kom út síðar á árinu. Textinn er eftir Vilhjálm en lagið er sagt vera eftir „ókunnan höfund“. Hver skildi það vera? Þetta er allavega bæði skrýtið og skemmtilegt lag. Til hamingju með daginn kæra poppþjóð.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: