Ný gullöld í rappinu

17 Apr


Gísli Pálmi er búinn að setja lög á Youtube síðan 2011 eða svo. Eins og komið hefur fram kom fyrsta platan (diskurinn) hans til landsins í gær og mynduðust biðraðir við Smekkleysu á Laugavegi. Ási og Kiddi stóðu sveittir við að selja diskinn og mun þetta var í fyrsta skipti síðan The Fat of The Land með The Prodigy sem þetta gerist (ég veit reyndar ekkert um það). Geisladiskar þykja álíka merkilegir í dag og gamlar tyggjóklessur og þótt margir eigi engan geislaspilara stóðu þeir engu að síður í röð eftir diskinum, væntanlega til að hlusta á hann heima hjá ömmu og afa.

Gísli er að gera góða hluti. Og rapparar almennt í dag. Það er ferskleiki í kringum þetta. Kannski verður 2015 hið nýja 2003 sem var síðasta (og fyrri) gullöld íslenska rappsins. Sú gullöld endaði reyndar í algjöru offramboði og vitleysu.

Á nýliðinni Aldrei fór ég suður hátíð þótti Emmsjé Gauti standa sig best með dúndursetti þar sem strákarnir í Agent Fresco lögðu hönd á plóg (eða gítara og mandólín öllu heldur). „Ég geri það sem ég vil“ er nýjasta myndbandið hans Gauta af plötunni ÞEYR sem kom út í fyrra.

Kött grá pjé, sem sló í gegn með Togga Nolem og hinu fræbæra stuðlagi Aheybaró 2013 hefur sett fram nýtt lag sem hann gerir með Lord Pusswhip og Vrong. Ég veit ekki hvað Kött er að spá varðandi útgáfu en Toggi Nolem hlýtur að fara að droppa plötunni sinni sem hann unnið að síðustu misseri.

Öldungarnir (eða ætti ég að segja „gömlu brýnin“) í XXX Rottweiler hundum hafa einnig verið að bylta sér. Bent er aðallinn í frábæru lagi „Í næsta lífi“.

Á meðan Bent er á persónulegum „ég fer bráðum á Vog“-nótum er Blaz Roca (og félagar) pólitískari í sínu nýjasta lagi. Það er komið æsandi remix af því.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: