Plötubúðardagurinn

18 Apr

Gleðilegan alþjóðlegan plötubúðardag! Hér er gott viðtal við Ingvar í Lucky Records sem hefur að öðrum ólöstuðum hleypt nýju lífi í plötubúðamenninguna á Íslandi. Lucky er hreinlega á heimsvísu og ef búðin væri flutt í heilu lagi til segjum New York City þá væri hún ein af betri búðum borgarinnar.

Í dag er glæsileg dagskrá í boði Í Lucky:
11.00 – 13.00 Mike D.J. Set
13.00 – 13.45 Skúli Mennski Live
14.00 – 15.00 Extreme Chill D.J Set
15.00 – 16.00 Futuregrapher Live
16.00 – 17.00 Hermigervill D.J. Set
17.00 – 18.30 Housekell D.J. Set
18.30 – 19.15 Pink Street Boys Live
19.15 – 21.00 Robot Disco D.J. Set

20923_10153166881910256_6096178797291746473_n
12 TÓNAR gefa út PINK STREET BOYS Hits #1 á vinýl. Platan er svo góð að það þarf að setja herlög. Hljómsveitin verður á svæðinu á milli kl. 16-17:30 og tekur í.

Allskonar stuð verður svo í gangi í Smekkleysu og Reykjavík Records sem er aðeins fyrir ofan 22 á Klapparstíg. Veit ekki hvort það verður geim í gangi hjá Valda í Geisladiskabúð Valda (sem selur líka vinýl), eða hjá Jóa og Hannesi sem eru með sitthvorn básinn í Kolaportinu þar sem þeir selja notaðan vinýl. Sjö frábærar plötubúðir í Reykjavík er náttúrlega snilld!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: