Þegar kombakk tekst

20 Apr


Eins og gefur að skilja er ég í engri aðstöðu til að dissa gamla karla og kerlingar sem halda áfram að rokka fram á dánarbeðið. Það er bara ekkert að því. Samkvæmt mínum athugunum er þó kjöraldur til að búa til snilld á plötu í kringum 26 ára aldurinn og oftar en ekki kemur algjört drasl út úr því þegar gömul bönd koma saman aftur til að gera nýja plötu. Það eru mörg dæmi um léleg kombökk. En svo eru líka góð kombökk og eitt það allra besta er ný plata með hljómsveitinni The Sonics frá Seattle, sem heitir This is The Sonics. Það er drullufínt stöff og bandið hefur „engu gleymt“.

The Sonics voru upp á sitt besta sixtís og spila frábært ruddarokk með saxófóni og stanslausu bíti og fjöri. Þekktustu lögin eru Psycho og Strychnine, rosa rokkarar sem voru pönk áður en pönk varð til. Öskur og keyrsla, taumleysi og algleymi, sviti og gredda – allt sem gerir almennilega músík að almennilegri músík.

Bandið er komið saman aftur og spilar um víðan völl. Í fyrradag, á plötudeginum, spiluðu Sonics gigg fyrir Íslandsvinina á Seattle-útvarpsstöðinni KEXP. Rokkarar Seattle-borgar versla í sinni heimabyggð og því droppuðu nokkrir inn og tóku lagið með gömlu körlunum. Hér er Eddie Vedder að rokka stíft með þeim gömlu. Nýja platan er á Spotify.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: