HEIMA í HFN

22 Apr

heimass
Eins og allir vita er Hafnarfjörður nettasti bærinn á höfuðborgarsvæðinu. Í kvöld fer þar fram tónlistarhátíðin HEIMA sem hamhleypurnar Kiddi Kanína og Óli Palla standa fyrir að færeyskri fyrirmynd. Þetta er rakið dæmi – 13 tónlistaratriði koma fram tvisvar í hinum ýmsu heimahúsum í miðbæ Hafnarfjarðar. Ætli maður þurfi að fara úr skónum? 4900 kall kostar á haus að berja dýrðina augum og verður byrjað að afhenda armbönd í Hafnarbíói klukkan 16 í dag.

Þeir sem koma fram hafa lagt sig fram í að búa til eitthvað nýtt fyrir HEIMA. Hver tónleikur er um 40 mínútur. Þetta eru atriðin:

Eivör Pálsdóttir ásamt hljómsveit
KK
Lúðrasveit Þorlákshafnar ásamt leynigesti (Jónas Sig)
Berndsen
Jóhanna Guðrún og Davíð Sigurgeirsson
Dimma
Herbert Guðmundsson og Hjörtur Howser
Langi Seli og Skuggarnir
Jón Jónsson og Friðrik Dór
Margrét Eir og Thin Jim
Emmsjé Gauti & Agent Fresco
Ragga Gísla & Helgi Svavar
Þórunn Antonía og Bjarni (Mínus)

HEIMA markað upphaf Bjartra daga í Hafnarfirði. Miðasalan er á MIDI.IS og dagskráin er á Facebook.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: