Að vera kúl og eiga von

23 Apr

thefallrektor
Hér er nýkjörinn Háskólarektor, Jón Atli Benediktsson, í Íslandi í dag veifandi bestu plötu The Fall, 10-tommunni Slates. Það er ekki annað hægt en að fyllast von á framtíðina þegar slíkur meistari er sestur á rektorsstól, án þess þó að það hafi skipt mig miklu máli hingað til hver er rektor. Bara gott að vita af rokk og pönk-aðdáanda á góðum stað.

Það er í tísku að „tala niður“ Ísland og Íslendinga og jafnvel ala þá von í brjósti að Norðmenn hirði okkur eða aðrir úitlendingar af því við erum of vitlaus til að ráða fram úr okkar málum á ábyrgan hátt. Vissulega lítur þetta oft þannig út. Eins og bjánar kjósum við bjánalega flokka sí og æ eftir að hafa fallið fyrir sturluðum loforðum, oftast um monnípening í vasann. Alltof oft veljum við vitlaust lag í Eurovision og gerum allskonar bjánalega hluti sem hjörð – af því þannig er stemmningin.

Sem betur fer erum við þó stundum ekki algjörir bjánar og gerum eitthvað kúl. Við vorum kúl sem þjóð þegar við kusum Vigdísi sem forseta. Við erum kúl sem hjörð þegar við fjölmennum á Gay pride og samgleðjumst með fólki sem var kúgað og lagt í einelti áratugum saman. Mér fannst það kúl þegar Besti flokkurinn tók Borgina. Og mér finnst það líka kúl að Píratar skuli stöðugt vera að bæta á sig fylgi.

Því lífið er ekkert flókið. Alltaf skal gera það sem er meira kúl heldur en það sem er bjánalegt.


Já og GLEÐILEGT SUMAR! Hér er lagið Það er komið sumar með Mannakornum af plötunni Samferða (1990). Menn voru í miklu stuði þegar lagið var tekið upp. Pálmi öskrar þetta næstum því. Saxófónleikarinn Rúnar Georgsson var eitthvað illa fyrirkallaður þegar hann mætti og spilaði þetta inn. Magnúsi og Pálma fannst sólóið líflaust svo Magnús brá á það ráð að bregða sér aðeins frá með Rúnari. Þegar þeir komu til baka og búnir að fá sér var allt annað hljóð í strokknum og þá kom þetta líka snarsturlaða saxófónsóló – eitt það villtasta í poppsögunni!

4 svör to “Að vera kúl og eiga von”

 1. Gauti apríl 23, 2015 kl. 8:48 e.h. #

  … og munum líka að þegar þið útskýrið skömmustuleg verðtryggingu og álíka nonsens fyrir Svíum, Dönum, Englendingum og Spánverjum sem hrista jafnvel hausinn glottandi í yfirlæti – þá geturðu líka treyst því að þeir munu ekki geta útskýrt fyrir þér bullið í kringum það að vera með konung eða drottningu árið 2015 án þess að þú fáir skiljanlegann kjánahroll.

 2. Andrés Magnússon apríl 24, 2015 kl. 9:32 f.h. #

  Getur hugsast að „Það er komið sumar“ sé eina lag Mannakorna, sem útsett var af Geirmundi Valtýssyni?

  • drgunni apríl 24, 2015 kl. 4:36 e.h. #

   Ha ha já það er dáldið þannig 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: