Davíð Oddsson var aldrei rokkari!

23 Apr

11182273_900328366695870_824871796892973588_n
Þessa mynd birti ég á Facebook með textanum: Það eru fáir sem vita það en í kringum 1970 var Davíð Oddsson í hljómsveitinni Fönix. Eina lagið sem kom út með gítarleik og söng Davíðs var hið frumsamda „Rauðir hundar“ á safnplötunn Pop Festival 1970 (útg. Tónaútgáfan T-14)

Því miður er þetta algjör uppspuni og lýgi. Gítarleikarinn – sem vissulega er sláandi líkur Davíð – heitir Arlen Roth.

Eins og alltaf þegar Davíð Oddsson ber á góma urðu menn fljótir til að æsast upp í röfli. Meðal kommenta voru þessi:

– Oj
– Mannfjandinn er með Gibson Les Paul goldtop með P90 pickuppum. Þessi gítar er örugglega verðmætari en hann í dag.

En það komu jákvæð viðbrögð líka frá nafntoguðum mönnum:

– Davíð Oddsson er fínn rithöfundur, sjall textasmiður og tekur sig vel út með gitarinn (Bubbi Morthens)
– Ætli hann lumi enn á þessum flotta Les Paul? (Magnús Eiríksson)

Svo það sé endurtekið einu sinni enn: DAVÍÐ ODDSSON VAR (því miður) ALDREI ROKKARI!

Hann var og er hins vegar mikill Bob Dylan aðdáandi og gaf út eina plötu með félögum sínum í Matthildi. Um það hef ég þegar skrifað.

2 svör to “Davíð Oddsson var aldrei rokkari!”

  1. Guðmundur Hörður apríl 23, 2015 kl. 11:17 f.h. #

    Talandi um hljóðfæraleik forsætisráðherra. Varstu búinn að sjá myndirnar af Sigmundi Davíð spila á bassa? http://www.stanlaundon.com/bands/globe/animals.jpg

    • drgunni apríl 24, 2015 kl. 3:21 f.h. #

      Já ég vissi það alltaf að SDG hefði uppgötvað Jimi Hendrix!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: