Meistarar og öldungar

1 Maí

Svo ég nefni það nú einu sinni enn: ÖREIGAMÚSÍKSALA DR. GUNNA er í Kolaportinu í dag. Það opnar kl. 11 og í bás 23D verður allt vaðandi í eðalefni á fáránlegu verði til klukkan 17.

En þá er það mússíkin. Örlandið hreinlega getur ekki hætt að dæla út þessu fína stöffi. MÁNI ORRASON er fáránlega ungur! Fæddur á aðfangadag 1997 (17 ára!) en búinn að gefa út þessa fínu frumraun, Repeating Patterns. Máni ólst upp á Spáni og syngur allt á ensku (hér er viðtal við hann). Mörg ágætis lög á plötunni – það hefur þó alltaf böggað mig hvað fyrsta lagið sem heyrðist með honum, Fed All My Days, er sláandi líkt Working Class Hero. Þetta lag er til að mynda líklegt til vinsælda:

MÁNI ORRASON – CHANGE MY MIND

Ennþá yngri krakkahelvíti eru MEISTARAR DAUÐANS. Máni er eins og öldungur dauðans við hliðina á þeim.

MEISTARAR DAUÐANS safna nú fyrir plötuútgáfu á Karólína Fund. Ég er að sjálfssögðu búinn að styrkja þá og þú ert hreinlega galinn ef þú gerir það ekki líka.

ENSÍMI eru komnir með nýtt lag og ný plata er á leiðinni. Sólid efni hér á ferð.

ROKKARAR ATHUGIÐ: Bíóparadís sýnir nýja heimildarmynd um Kurt Cobain á laugardaginn kl. 20: Montage of Heck. „Persónulegasta rokkheimildamynd allra tíma“ segir David Fears, Rolling Stone.

Screen Shot 2015-04-18 at 10.36.42

HIDDEN PEOPLE – R4GN4R0K
Á RSD kom út safndiskur (Hidden People, NonniMal, OHM, O.D.Wilson, Hyperboreans) frá Non Yo Biz Records, nýju íslensku minimal teknó laiebeli. Diskurinn er í mjög takmörkuðu upplagi (50 stk) og þess vegna er hann dýr vegna einsskonar fjáröflunar sem er í gangi. Þeir ætla líka að selja boli, derhúfur, töskur og fleira gotterí. Fjáröflunin er út af ferð til Detroit í kringum Movement festival þar sem Hidden People, NONYOBIZ recs mun spila off venue á nýja tekknó klúbbnum hans Terrence Dixon, Minimal Detroit.

Að lokum er hér hamfarapopp af bestu (verstu?) gerð. Vindbelgir fyllast af loforðum, mæ ass. Ekki væla í mér ef þú færð martröð.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: