Á slóðum æskunnar

15 Maí


Þann 18. mæ verða liðin heil 35 ár síðan Ian Curtis söngvari Joy Division kálaði sér. Ekki man ég til þess að hafa heyrt af þessu á sínum tíma, enda örugglega ekki sagt frá þessum tíðindum í fréttum Gömlu Gufunnar. Í tilefni af þessu ætlar alíslenskt Joy Division kóverband að heiðra bandið í kvöld á ELLEFUNNI. Hljómsveitin virðist ekki heita neitt en hún er skipuð þessum meisturum:

Magnús Þór Magnússon (Morgan Kane) Söngur.
Elvar Geir Sævarsson (Hellvar) Gítar.
Flosi Þorgeirsson (Ham) Bassi.
Guðjón Guðjónsson (Q4U) Trommur.
Árni Daniel Júlíusson (Q4U) Hljómborð.
 
Úr fréttatilkynningu: Joy Division er ein áhrifamesta nýbylgju-rokkhljómsveit síðari tíma og lagði grunninn að mótun nýrra tónlistarstefna með ferskri nálgun á bæði upptökuferli og lagasmíðar.
Myrkur hljóðheimurinn, ásamt angurværum textum Ian Curtis, hefur í áranna rás heillað og skelft tónlistaráhugafólk og tónlistarmenn um allan heim. Áhrif hljómsveitarinnar hefur skilað sér í sköpun banda eins og Bauhaus, U2, The Cure, Inerpol og Editors. Einnig hafði Joy Division áhrif á mótun þyngri hljómsveita, en ótal undirflokkar „Goth rokksins“ hafa orðið til á þessum 35 árum sem liðið hafa frá dauða Curtis.
 
Tónleikarnir hefjast klukkan 22:30 en upphitun er í boði Antimony. Joy Division tribute-bandið hefur svo leik klukkan 23:00. FRÍTT INN!


soley_-_ask_the_deep_-_cover

Sóley
hefur gefið út plötuna Ask The Deep sem er góð og aðeins poppaðri en fyrri plötur. Sóley er nú á Evróputúr. Halloween videóið er með því flottara sem maður hefur séð. Enn er unnið með íslenskt landslag en á alveg nýjan og ferskan og gotneskan hátt. Mega stöff:

Hver er Sturla Atlas? Hann er allavega leynigaur en Logi Petro gerir nýju plötuna hans. Hér er ágætis lag:

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: