Menntaskólinn – 30 árum síðar

16 Maí

Næstu helgi ætlar árgangurinn minn úr MK að reuniona 30 ára stúdentinn sinn. Ég verð í New York og missi af gleðinni. Þetta er tilviljun, ég sver. Hefði alveg verið í stuði með þessum gamalmennum. Ég man merkilega lítið frá menntaskólaárunum og enn minna frá þremur árunum á undan þegar ég var í gaggó. Myndir hafa verið að ganga á Facebook svo eitthvað hefur rifjast upp.
11208667_10153332926689668_2290218384361145648_n
Dimmiteringarbúningurinn átti að vera Michelin karlar en ég er ekki viss um að fólk hafi almennt fattað það. Óneitanlega var nokkuð skrítið að vera blindfullur í bænum í miðri viku 1985. Ég gerði þó takmarkaðan skandal. Fór í Kirkjubúðina og spurði hundfúla kellingu hvort það væru til bækur um kynlíf Krists. „Hann hefur örugglega lifað góðu kynlífi“ minnir mig að konan hafi sagt. Svo sá ég Jón Baldvin á Austurvelli og hreytti í hann fúkyrðum. Hann var örugglega vanur svona rugli og strunsaði í burtu.

11053922_10153332919874668_8031429902624219121_o
Það var ljótupeysudagur á hverjum degi. Ekki hef ég hugmynd um hvað er í gangi þarna.

10339355_10153332932919668_6227458357814931565_o
Allir voru með asnalegt 80s hár og enginn hafði hlustað á The Fall eða The Birthday Party nema ég auðvitað. Gunnþór Hermannsson sem situr þarna við hliðina á mér og var bekkjarfélagi í máladeildinni keypti ensku fótboltablöðin í hverri viku og hafði mest gaman að The Dire Straits.

11194499_10153332921274668_6614906730667284780_o
Þorkell Ingólfsson var hinn strákurinn í bekknum (það var reyndar einn í viðbót, Hrafn Franklin Friðbjörnsson (1965-2009) aka „Hrabbi Diskó“ en hann var nú alltaf með stelpunum). Við Þorkell náðum vel saman í menntaskólasukki og almennu rugli.

hrafnar
Hér eru þau einmitt, Hrabbi og Hrafnhildur Halldórsdóttir, sem síðar átti eftir að gera garðinn frægann hjá Rúv. Sjitt, ég finn bragðið af þessari bollu í gegnum þoku áranna! Væminn appelsínusafi og kláravín eða eitthvað álíka. Dáldið öðruvísi drykkjumenning í gangi fyrir bjór.

11181228_10153334086079668_7759908858597775415_o
Hér má sjá hina föngulegu máladeild MK við útskrift 1985. Þrjátíu ár – það er nú ekki neitt!

3 svör to “Menntaskólinn – 30 árum síðar”

 1. Hlynur Þór Magnússon maí 16, 2015 kl. 8:22 f.h. #

  Gamalmenni hvað? Ég er stúdent frá MR 1966 og öll erum við ung enn í dag, a.m.k. velflest, og a.m.k. í anda – velflest 🙂

 2. Nafnlausi júní 29, 2015 kl. 3:11 e.h. #

  Það er nokkuð augljóst að þetta eru ekki Michelin karlar, heldur sykurpúðakarlinn úr draugabönum.

  • drgunni júní 30, 2015 kl. 8:28 f.h. #

   Það getur vel verið. Segir margt að ég hafi haldið að þetta væru Michelin kallar í 30 ár!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: