Ælmundur

20 Maí

AR-150419785
Gott er að eiga góðan felubúning ætli maður að æla í flugvél.

Ég hef annars fullan skilning á gubbmáli Ásmundar. Ég hef reyndar aldrei ælt í flugvél en einu sinni í venjulegum bíl (sem var glænýr og eigandinn nýbúinn að taka plastið af) og einu sinni í leigubíl (bílsstjórinn varð vitlaus og henti öllum út). Ég var að sjálfssögðu með magakveisu í bæði skiptin og hafði bara fengið mér smá rauðvín.

5 svör to “Ælmundur”

 1. Orðljótur maí 20, 2015 kl. 8:22 f.h. #

  Þú og þessi Súri sauðfjárbóndi eru samherjar í Heimssýn er það ekki?

  • drgunni maí 20, 2015 kl. 8:26 f.h. #

   Nei ekki ennþá. En aldrei að vita hvað gerist næst.

  • K. Rúnar Karlsson maí 20, 2015 kl. 9:15 e.h. #

   ÆÆiii, kæri dr. Gunni! Eins mikið og ég hef dáðst að þér of virt úr fjarlægð um langa hríð, þá finnst mér sorglegt að þú skulir stökkva á þennan „bandwagon“ um þingmannsræfilinn (ræfill í jákvæðum tón!) Hvað það var, sem eiginlega gekk á þarna í háloftunum, veit ég ekki um, og þú, líkt og ég, sem eldri eru en tvævetur ættir að vera með á hreinu að varlega skyldi trúa öllu sem stendur í blöðunum (netmiðlum). Þett’er er ekki illa meint Dr. Gunni, en mér hreinlega ofbýður að líta yfir athugasemdakerfi netmiðlanna og lesa viðbjóðinn sem fólk er að birta! Hvað finnst þér?

   • drgunni maí 21, 2015 kl. 1:01 f.h. #

    Ég get ekki svarað fyrir annan viðbjóð en þann sem ég birti (og hann er enginn viðbjóður!) Þvert á móti finnst mér þetta mjög fáguð umfjöllun um mjög ófagað athæfi og set mig meira að segja í beint samhengi við ælu þingmannsins, enda kemur það fyrir bestu menn að æla á almannafæri.

 2. Scipio Africanus maí 21, 2015 kl. 11:31 f.h. #

  Ég gubbaði einu sinni í rútu og einu sinni í sumarbústað, no big deal, lýg engu um það.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: