Í kasti með Dj. Flugvél og geimskip

6 Jún

íkasti-djflugvel
Diskurinn (og síðar platan) NÓTT Á HAFSBOTNI með Dj. Flugvél og geimskip (Steinunn Harðardóttir) er að koma út um þessar mundir. Þetta er ævintýralega góður diskur þar sem Steinunn pússar enn betur sinn skemmtilega hljóðheim. Fullt af hitturum og góðu grúvi. Í nýjasta netvarpsþættinum af Í kasti með Dr. Gunna á Alvarpinu er Steinunn í löngu spjalli auk þess að velja óskalög og leika lög af nýju plötunni. Rætt er um margt, t.d. japanskar poppþrælabúðir, geðsjúklinga til forna, Mars-ferðir, konur í poppi, hugleiðslu, vandræðaleg augnablik með Sölva Blöndal og svo auðvitað músík og feril Steinunnar. Dúndur skemmtilegt þótt ég segi sjálfur frá. Viðtalið er hér!

DJ. FLUGVÉL OG GEIMSKIP SPILAR:
* Í dag kl. 16 í Reykjavík Records, Klapparstíg – Ókeypis inn!

* Veðurskipið Líma og Iceland Airwaves á ferð um landið (með Emmsjé Gauta og Agent Fresco):
10. júní Bolungarvík – Félagsheimilið
11. júní Grenivík – Grenivíkurskóli
12. júní Raufarhöfn – Félagsheimilið Hnitbjörg
13. júní Breiðdalsvík – Frystihúsið
14. júní Reykjanesbær – Hljómahöllin
Allir tónleikarnir hefjast kl. 20 – Ókeypis inn!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: