20 tíma Rokk í Reykjavík

10 Jún

Maður er ekki fyrr búinn að búa til 32-laga mix af bestu íslensku lögum ársins (fyrri hluti) en að nýtt efni er tekið að dælast út, slíkt er framboðið. Ef Rokk í Reykjavík yrði gerð í dag þyrfti hún að vera svona 20 tímar að lengd til að halda utan um flóruna.

mafama-dog
Strákar frá Akureyri kalla sig MAFAMA og áttu gott lag á Snarli 4. Nú hafa þeir gefið út plötuna DOG sem er hnausþykkur pakki níu laga. Mafama eru Árni Þór Theodórsson, Victor Ocares, Þorgils Gíslason og Þórgnýr Inguson. Sveitin var stofnuð haustið 2013 á Akureyri. Ættaðir þaðan og gamlir kunningjar, fluttumst fyrir tilvijun aftur norður eftir nám og langa fjarveru, en allir komu þeir úr mismunandi greinum sköpunar. Fljótlega mættumst þeir í tónlist og lögin spruttu hratt. Áður höfðu þó tveir af þeim (Victor og Árni) spilað saman í nokkrum hljómsveitum (Kingstone, Baku Baku). Um upptökur á plötunni sá Toggi Nolem (sem sjálfur er með væntanlega plötu).

MAFAMA – CHAINGANG

nahafs
NÓTT Á HAFSBOTNI, nýja platan með DJ. FLUGVÉL OG GEIMSKIP er svaka skemmtileg. Sánd og hljóð er brakandi gott og lögin svona sjeddi fín. Hér er viðtal sem ég átti við Steinunni en hana ásamt Emmsjé Gauta og Agent Fresco verður hægt að berja augum á landsbyggðinni á næstu dögum á túr sem kallast Veðurskipið Lima.

DJ. FLUGVÉL OG GEIMSKIP – HELLIRINN BÍÐUR


RUDDINN er samstarfsverkefni Bertels Ólafsson og Heiðu Eiríksdóttur. GULLNA STRÖNDIN er lag af væntanlegri plötu hljómsveitarinnar MORE MUSIC THAN MUSIC sem er væntanleg í haust. Gullna Ströndin er fyrsta lag Ruddans sem er á íslensku. Lagið er samstarfsverkefni Bertels og Heiðu en Heiða sá um textagerð og söng. Gullna ströndin og platan öll er hljóðblönduð og mixuð af Aroni Arnarssyni. Myndbandið gerði Frosti Jón Runólfsson.

a3267287761_10
Fjórða lagið af tilvonandi breiðskífu VAX, IT’S ALL BEEN DONE, heitir SHE’S SO SAD  kom vefinn síðastliðinn föstudag. Lagið er óður til hafmeyju sem liggur á ströndinni og bíður. En eftir hverju ?
Vax bræður hafa nýlokið við að ræða við hákarla Halla ( Shark Chaser) eftir að hafa vaknaðu upp á ókunnugri strönd eftir erilsama nótt, sem þó lofaði svo góðu til að byrja með.  Allir voru í svo góðum fíling og til í hvað sem er, og partýið rétt að byrja. En þarna liggur hún eitthvað svo brothætt og berskjölduð í flæðamálinu.
She’s So Sad gerið þið svo vel: http://warenmusic.bandcamp.com/track/shes-so-sad
It´s All Been Done part 1-4: http://warenmusic.bandcamp.com/album/it-s-all-been-done-part-4-of-15
VAX mun gefa út eitt lag á viku þar til 15 lög liggja í valnum. Í framhaldinu verður gefið út Album og hver veit nema það verði double. Tíminn mun leiða það í ljós en þangað til verður eitt lag á viku að nægja. Útgáfudagur Its All Been Done verður 15/10/15

NyDonskRemix_moller-e1432064231884
Fyrsta júní seinastliðinn kom út 36. útgáfa Möller Records – platan DISKÓ BERLIN (REMIX) með NÝDÖNSK
Möller Records safnaði saman sýnum helstu raftónlistarsnillingum til að seta Diskó Berlín Nýdanskra í alveg nýjan hljóðheim og tókst aðgerðin afspyrnu vel. Remixarar á plötunni eru Tanya Pollock, Daveeth, Gunnar Jónsson Collider, Snooze Infinity, Steve Sampling, Bistro Boy, Orang Volante, Futuregrapher
og Mr. Signout.
Platan er bæði fáanleg og niðurhalanleg á vefsvæði Möller Records – og einnig á öðrum tónlistarveitum, s.s. iTunes, Spotify , Beatport og Juno.

NÝDÖNSK – NÝR MAÐUR (DEVEETH REMIX)

auglysing-tonlistarmarkadur
Að lokum er hér áríðandi tilkynning frá BERNHÖFTS BAZAAR: Bernhöfts Bazaar er nýr og skemmtilegur útimarkaður haldin á Bernhöftstorfunni í sumar. Markaðurinn fær mismunandi þemu þá 6 laugardaga (20.06 – 25.07) sem hann mun standa yfir. Bazaar, skemmtiatriði, uppákomur og kaldar veitingar verða til sölu í sólinni. Fyrsti sumarmarkaður Bernhöfts Bazaar er tileinkaður tónlist og nú er óskað eftir umsóknum frá áhugasömum tónlistarunnendum og fagfólki. Markaðurinn verður haldinn Laugardaginn 20 júní.
Viltu selja tónlist úr plötusafninu? Varstu að gefa út tónlist? Viltu selja varning, tónleikarmiða, boli, prentverk eða kynna þig, hljómsveitina eða jafnvel fyrirtækið þitt?
Umsóknarfrestur tónlistarmarkaðarins er 13. júní.
Hægt að sækja sér frekari upplýsingar um markaðinn, plássið og þátttökugjald á www.bernhoftsbazaar.net eða með því að senda okkur fyrirspurn á bernhoftsbazaar@gmail.com. Það er líka hægt að vera með tónlistaratriði yfir daginn. Senda okkur þá línu um þig eða bandið þitt og hlekk á tónlistina.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: