Fötulisti langafa

20 Jún

1506665_10203292565341814_1781602856_n
Stundum finnst mér eins og ævin sjálf sé orðin söluvara sem okkur er ætlað að kaupa. Að þessi „pakki“ sem okkur er afhentur við getnað sé túpa sem okkur er ætlað að kreista sem mest úr. Allskonar bækur heita …before you die (1001 albums to listen to… / 1001 places to visit… o.s.frv.) og eins hefur komist í tísku að gera „bucket lista“ yfir það sem maður verður að gera áður en maður drepst. Oftar en ekki innihalda fötulistar höfrunga og sólsetur á exótískum stöðum, gott ef ekki þyngdarleysi og Dalai Lama líka. Svona er lífið orðið gott, nema náttúrlega hjá hinum 90% alheimsins eða hvað það er.

Hvernig var fötulisti árið 1900 þegar lífið var púl og leiðindi? Svo vill til að langafi minn bjó til fötulista aldarmótaárið, sem varðveist hefur í fjölskyldunni. Þetta er að sjálfssögðu haugalýgi. En listinn er svona:

Fötulisti Jóhannesar Sigurgeirssonar anno 1900
1. Heyra lesið eða sungið með talvél
2. Ferðast með sjálfrennireið
3. Prófa vatnssalerni
4.  Tóra til fimmtugs
5. Fara af þessu guðsvolaða nárassgati, helst til Kanada

Þetta tókst honum allt og hann lést 84 ára í Winnipeg 1957.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: