Grín speglar samtímann

22 Jún


Hef verið að glápa á („binge-watcha“) þættina Inside Amy Schumer. Hún er fyndin og gáfuleg og „femínískasta grínið í sjónvarpinu“ skv. fræðingum. Er á sinni 3ju seríu og verður alltaf betri og betri. Skestsinn hér að ofan þar sem hún er fengin til að lesa fyrir feitan jarðarkött er t.d. algjör snilld. Ég LMAO eða jafnvel ROFL. Hér er grein sem gerir að því skóna („gerir að því skóna“ – hvaða skósmiðalumma er þetta?) að hún og fleiri grínistar séu orðnir hugsuðir alþýðunnar og það er ágætt.

obama_maron1
Annar góður, en allt öðruvísi, er Marc Maron, sem er með sjónvarpsþætti „í anda“ vinar síns Louie CK. Ég hef fylgst með Marc nokkuð lengi. Hann er á aldur við mig, uppistandari og er með viðtals-poddkastið WTF. Þar tekur hann skemmtileg, gáfuleg og áhugaverð viðtöl við allskonar lið og hefur gert síðan 2009. Marc er vinnuþjarkur, birtir 2 viðtöl í viku. Það nýjasta, númer 613, er við engan annan en Barack Obama. 

Grínistar eru sem sé hugsuðir alþýðunnar í dag. Þaðan kemur beittasta gagnrýnin, persónulegasta túlkunin og mesta fjörið. Á Íslandi geturðu líklega fengið betri samtíðarspegil og kropp á hrúður zeitgeistsins á uppistandi, t.d. hjá Mið-Íslandi, en á tónleikum. Meira að segja rappararnir, sem nú grassera í miklu magni á Íslandi, ná ekki grínistum í að spegla samtímann. Að því virðist væla íslenskir rapparar helst um einhver fyllirí og þynnkur og að ríða frænku sinni. Ég gæti náttúrlega haft rangt fyrir mér og ekki ætla ég að dissa íslenska rappara, í þeirra ranni er líklega ferskasta golan á Íslandi í dag. Úlfur Úlfur hefur til að mynda gefið út plötuna Tvær plánetur sem er toppnæs og persónuleg og spennandi. Þeir hafa gert hneggjandi fínt myndband við lagið Brennum allt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: