Enn meiri Popppunktur

30 Jún

20150401_151913
Við Felix ætlum að vera með smá Popppunkt í útvarpinu (Rás 2) í júlí. Fyrsti þáttur er kl. 17 á laugardaginn. Það eru átta 2ja manna lið sem keppa að þessu sinni, svona „bransa“ lið, ekki ósvipað fyrirkomulag og við vorum með í smá Popppunkti um páskana (sem Bræðslu-bræðurnir Áskell Heiðar og Magni unnu).

Liðin átta og þættrirnir (leikirnir) eru svona:

4. júlí kl. 17 (2 styttri leikir)
Record Records – Stelpur rokka
Fv. menntamálaráðherrar – Bandalag íslenskra listamanna

11. júlí kl. 17 (2 styttri leikir)
Kítón – Ístón
Rosenberg – Mengi

18. júlí kl. 17 (2 styttri leikir)
Undanúrslit

25. júlí kl. 17 (1 langur leikur)
Sérstakur „POPPNÖRDA“ þáttur

1. ágúst kl. 17 (1 langur leikur)
ÚRSLITALEIKUR!!!

Eins og sést, þá verður sérstakur „popp-nörda“ þáttur áður en úrslitaleikurinn fer fram um Verslunarmannahelgina. Núna erum við að leita að fjórum ofur góðum popp-nördum til að keppa. Þeir mega ekki hafa keppt í Popppunkti áður. Og samkv. jafnréttisstefnu Popppunkts þurfa að vera bæði kyn í báðum liðum. Áhugasamir vinsamlegast setji sig í samband!

Ég kalla á alla poppnörda til að setja sig í samband ekki seinna en strax!!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: