Popppunktur á fullu

7 Júl

Popppunktur í júlí 2015 stendur nú yfir á Rás 2. Fyrsti þátturinn var á laugardaginn en á hann má hlusta hér í Sarpinum. Við erum með átta gallhörð lið að keppa. Í fyrsta þættinum kepptu 4 lið:
2015-06-29 10.11.55
Halli og Alli mættu frá stórveldinu Record Records
2015-06-29 10.12.00
og kepptu við Stelpur rokka, þær Birtu og Hildi Völu.

2015-06-29 11.20.34
Í seinni leiknum kepptu Fyrrverandi menntamálaráðherrar, Þorgerður Katrín og Katrín Jakobsdóttir sem við fórum að sjálfssögðu með út að borða og fengum til að bjóða sig fram til forseta.
2015-06-29 11.20.38
FVM mættu BÍL (Bandalagi íslenskra listamanna), sem tefldu fram Braga Valdimar og Kollu Halldórs.

Nú, ég ætla ekkert að segja hvaða 2 lið komust áfram til að skemma ekki fyrir ef einhver vill hlusta og vera spenntur.

Í næsta leik, nk. laugardag, koma svo 4 lið í viðbót og keppa í dúndurleikjum:
2015-06-29 14.07.17
Íslensku tónlistarverðlaunin (ÍSTON), Eiður og María Rut keppa á móti
2015-06-29 14.08.29
fulltrúum frá KÍTON (Konum í tónlist), þeim Ölmu Rut og Hafdísi Huld.

2015-06-29 15.04.39
Í seinni leiknum mætast tveir læf-staðir í Rvk. Rósenberg keppir við 

2015-06-29 15.04.35
Mengi!

4 svör to “Popppunktur á fullu”

 1. Kiddi júlí 7, 2015 kl. 12:44 e.h. #

  Gaman að þessu, væri gaman líka að fá Popppunkt aftur í sjónvarpið.

  • drgunni júlí 13, 2015 kl. 6:55 f.h. #

   Kemur vonandi síðar…

 2. Bjarni Helgason júlí 7, 2015 kl. 6:59 e.h. #

  Komið þið með Popppunktinn aftur inn í sjónvarpið. Þetta er besti spurningarþáttur íslandssögunnar og á skilið útsendingu í sjónvarpinu á besta tíma

  • drgunni júlí 13, 2015 kl. 6:55 f.h. #

   Jamm… Kemur kannski síðar!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: