Eistnaflug

13 Júl

2015-07-09 21.34.39
Ákvað að taka nokkuð massífan Austfjarðarpakka þar sem ég var hvort sem er að spila á Eistnaflugi. Giggið tókst vel, þetta var svona best of, Heiða kom fram og söng þrjú Ununarlög, svo var þarna S.H. og Bless og meira að segja Prumpulagið sem fékk þungarokkarana til að brotna saman í gleðivímu. Að öðrum hápunktum má nefna flutning The Vintage Caravan á Lifun með Magga Kjartans (rosa gott og flutt af trukki en ekki músóplebbaskap eins og stundum vill vera með svona tribute), Börn (mynd að ofan) voru góð á Blúskjallara og Kælan mikla á Egilsbúð. Bubbi og Dimma voru þéttur hnífur og Sólstafir voru þungur hnífur með Hrafninn flýgur. Þá var norska hljómsveitin Kvelertak eins konar ástæða þess að ég nennti að hanga svona lengi á svæðinu og stóð algjörlega undir væntingum. Enn ein snilldar hátíðin hjá Stebba og kó.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: