Kitlað fyrir popp

23 Sep

Þetta er kitla fyrir POPP OG ROKKSÖGU ÍSLANDS. Fyrsti þáttur fer í loftið nk. sunnudagskvöld. Samtals verða þættirnir 10, 5 sýndir núna og fimm eftir áramót.

Sagan er rakin í tímaröð svo í fyrsta þættinum er sagan sögð fram að rokki, 1956.

1. þáttur – Frá landnámi til rokkaldar
Í fyrsta þætti er ljósi varpað á fyrstu hænuskref íslenska poppsins. Á fyrri hluta síðustu aldar voru það ýmsir harmóníkuspilandi stuðboltar sem héldu uppi stuðinu á böllum um land allt, á meðan erlendir hljómsveitarstjórar stjórnuðu stórsveitum á fínustu veitingastöðum höfuðborgarinnar. Hersetan var glóðvolg innspýting og efldi dægurtónlistaráhugann og djassinn bjó til tónlistarnördið. Eftir að Kristján Kristjánsson og Svavar Gests snéru frá námi í New York og stofnuðu KK Sextett varð til fyrsta „prófessional“ dægursveit landsins, sem var helsta sveit landsins allan 6. áratuginn.

Íslensk poppútgáfa á plötum hafði verið hverfandi þar til upp úr 1950, þegar eftirspurn eftir íslensku poppi varð til þess að fjöldi laga kom út, bæði frumsamin íslensk lög og erlend lög með íslenskum textum. Ýmsir söngvarar urðu þekktir á þessum tíma og fyrstu poppstjörnur þjóðarinnar urðu til, fólk eins og Haukur, Raggi, Ellý og Helena, Adda Örnólfs, Alfreð Clausen og margir fleiri. Þessi fyrstu poppskref lágu í láginni þar til Björk Guðmundsdóttir söng mörg þessara laga inn á plötuna Gling Gló. Síðan þá hefur þessi tónlist lifað góðu lífi með þjóðinni, enda saklaus, sjarmerandi og á auðvelt með að vekja upp nostalgískar kenndir hjá landsmönnum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: