Vor Akureyri

13 Okt

vorakur
Það var stórfenglegur tími í Íslandssögunni þegar Akureyri var nánast algjörlega sjálfbjarga og framleiddi allt milli himins og jarðar. Ég skrifaði einu sinni um þetta Bakþanka í Fbl með tárin í augunum. Þegar hið Akureyska góðæri ríkti gerði hið nýstofnaða Ríkissjónvarp þátt um bæinn. Þetta var 1968 og Hljómsveit Ingimars Eydal var að sjálfssögðu í burðarhlutverki. Þá kom þetta ódauðlega lag fyrir almenningssjónir, Vor Akureyri. Lagið er „Congratulations“ sem Cliff fór með í Eurovision en textann gerði Kristján frá Djúpalæk í góðu gríni

Vor Akureyri er öðrum meiri
með útgerð, dráttarbraut og Sjallans paradís.
Við höfum Lindu, við höfum KEA
og heilsudrykkinn Thule, Amaro og SÍS…

Þátturinn er held ég ekki í heild á Youtube en þar er allavega eitt lag:

Eitt skemmtileg aukaatriði sá ég á Facebook áðan á hóp sem heitir Miðbærinn. Í lok þáttarins mæta tveir strákar með skilti sem stendur á „Vor Akureyri“. Þeir heita  Steinþór Stefánsson og Jens Kristjánsson – Já, sami Steinþór og 12 árum seinna spilaði með Fræbbblunum og Q4U og var einn mest töff pönkari landsins. Steinþór lést alltof ungur 1988, 27 ára – og er eini íslenski meðlimur hins vafasama 27 ára-klúbbs rokkara.
midasalaKop
Steinþór og Gunnþór í góðu flippi í miðasölu Kópavogsbíós 1980. Mynd: Birgir Baldursson.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: