Þjóðviljinn ræðst á Óðmenn

14 Okt

R-4295883-1384614837-8004.jpeg
Í næsta þætti af POPP OG ROKKSÖGU ÍSLANDS segjum við aðeins frá Óðmönnum (meira samt í þætti 5). Ferill hljómsveitarinnar er tvískiptur, á þeim fyrri er sveitin nokkuð hefðbundin beat-sveit, en á þeim seinni er bandið glæsilegt rokktríói í anda Cream og Jimi Hendrix. Óðmenn voru byltingarkenndir á nokkrum sviðum; Jóhann G. Jóhannsson samdi lögin og hljómsveitin gaf sjálf út sína fyrstu 4-laga litlu plötu 1967. Þetta er líklega fyrsta DIY-plata nútímapopps á Íslandi. Svo sungu þeir eitt lagið á ensku og sögðust ætla að prófa sig áfram erlendis.   

Óðmenn – sem þá voru auk Jóhanns, Eiríkur bróðir hans, Valur Emilsson og Pétur Östlund (ferskur úr Thor’s Hammer) – fengu að gera leikinn sjónvarpsþátt þar sem þeir tóku lögin sem enduðu á fyrstu plötunni auk eins enn. Það var nýjabrum af íslensku sjónvarpsefni á þessum tíma og sex dagblöð í landinu eða eitthvað svo þátturinn var tekinn fyrir af „GO“ í Þjóðviljanum í „Sjónvarpið í síðustu viku“.

Go var vægast sagt harður og skrifaði:
oddddmmmm
Óðmenn voru vitanlega ekki hressir með þetta. Nokkrum mánuðum síðar þegar platan kom út tók Benedikt Viggóson viðtal við Jóhann G. í Alþýðublaðinu. Jóhann sagði: „Við vorum vægast sagt mjög hissa þegar við lásum „kritík“ um þennan þátt í Þjóðviljanum. Okkur fannst þessi skrif mjög ósanngjörn.“ 

3 svör to “Þjóðviljinn ræðst á Óðmenn”

  1. Bara ég október 14, 2015 kl. 11:49 f.h. #

  2. Guðmundur Helgason október 15, 2015 kl. 8:11 e.h. #

    Óðviljinn?

    • drgunni október 16, 2015 kl. 4:06 f.h. #

      Óðviljinn ræðst á Þjóðmenn

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: