Fokk á fjalli

16 Okt


Hér er Rokk! með hljómsveitinni Dr. Gunni og Siggu Beinteins! Nú þarf allar hendur upp á dekk til að koma laginu inn á vinsældarlista Rásar 2 og þaðan í efsta sæti. Þá fæ ég feitan tékka fyrir lagið frá Stef fyrir jólin 2016, margar milljónir, en ekki skal gleyma að meta það sem ekki verður metið til fjár, eins og svimandi egóið sem maður fær við að eiga lag í efsta sæti vinsældarlistans. Kjósið lagið inn hér!!!

Rokk! samdi ég sumarið 2014 þegar ég var að ganga niður Bakkafjall fyrir vestan. Það hét auðvitað Fokk! fyrst. Snjallsíminn stóð undir nafni og ég gat gert demó þegar lagið var brakandi ferskt úr heilagrautnum:

Í sömu ferð, bara svona hálftíma fyrr, samdi ég lagið Rollur sem er líka á plötunni Dr. Gunni í sjoppu. Það má því segja að þetta hafi verið ferð til fjár.

PS: MUNA AÐ KJÓSA!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: