Kúkað af kolli

18 Okt

Poop-Pic
Þarmar með sjarma er vinsælasta bókin í dag. Einu sinni var barnabókin Moldvarpan sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni gríðarvinsæl. Hægðir eru ekkert tabú lengur og það er auðvitað fínt því öll skítum við og kúkum, fáum ræpu og harðlífi – til hvers að pukrast með eðlilega líkamsstarfssemi? Í þáttunum You are what you eat var uppáhaldsatriðið mitt þegar offitusjúklingarnir lögðust á bekkinn og við sáum skítnum dælt úr þeim. Svo var kíkt í drullið og pælt.

Í lífi mínu hafa orðið þrjár „byltingar“ á kúkasviðinu. Við vorum eitthvað að ræða kúkaklepra í rasshárum einu sinni við Sigurjón Kjartansson í útvarpsþættinum Zombie þegar einhver snillingur hringdi inn og mælti með blautþurrkum. Ég hef notað blautþurrkur allar götur síðan sem „síðasta yfirferð“ og það gerir algjörlega gæfumuninn. Euroshopper þurrkurnar eru bæði ódýrastar og bestar.

Önnur bylting var þegar ég keypti nýja klósettsetu. Hún er deluxe og skellist ekki með látum heldur sígur hægt og tignarlega niður þegar maður lokar henni. Algjörlega frábær.

Þriðja byltingin gerðist nýlega eftir að ég horfði á þessa stórfenglegu auglýsingu fyrir kúkakollinn.

Ég á reyndar ekki kúkakoll heldur notast við gamalt vaskafat úr plasti sem ég sný á hvolf. Ég get staðfest allt sem kemur fram í þessari auglýsingu.

Sé einhver viðskiptamógúll að lesa þetta mæli ég með því að hann panti í snatri gám eða tvo af kúkakollum. Ég get gerenterað sölu sem mun slaga upp í fótanuddtækisæði.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: